Tilraunavefurinn
miðvikudagur, júní 14
  Pirraður karlinn
Eins og það er ágætt að búa hérna í þessari yndislegu sveit, Biskupstungunum, og fólkið er yndislegt og hefur tekið okkur vel, er ég ekki alltaf ánægður með stjórn sveitarfélagsins. Ég er svo sem ekki mikið inni í sveitarstjórnarmálunum og ekki mikið vit á´þeim, en sumt snýr að mér og það er meira og minna allt í molum. Þetta góða fólk sem ræður hérna, virðist skorta kjark á ýmsum sviðum. Hér ríkir svo gamaldags hugsunarháttur um sumt að ég á varla orð til að lýsa því. Það eru ákveðnar skyldur sem hvíla á opinberum þjónustustofnunum eins og sveitarfélögum og þeim skyldum verða þau að gegna alveg sama hvort þröngt er í búi eða ekki. Stundum þarf líka að hugsa stórt og langt fram í tímann og það er oftar en ekki ódýrari leið en sú að vera sífellt að bjarga sér með einhverjum skítareddingum sem geta þegar til allt kemur til alls verið ógeðslega dýrar og menn sjá þá eftir á hversu heimskulegt það var að hafa ekki þorað að stíga skrefið til fulls.

Ég hef verið að leggja hellur hérna fyrir utan hjá okkur. Þessar hellur fékk Gréta gefins. Hún þekkir mann sem vinnur við svona hellulagnir og hann var að skipta út hellum á einhverju bílaplani og átti að losa eigandann við þessar gömlu hellur. Þær eru flestar alveg nógu góðar fyrir mig. Bensi bróðir Grétu lánaði okkur vörubíl og Atli bróðir minn ók bílnum hingar austur og sturtaði hellunum á lóðina hjá okkur. Nú verður fínt hjá okkur, eða svona, það er reyndar ekki nema götuslóði hérna og ég býst svo sem ekkert við því að sveitarfélagið fari að leggja götur hérna. Ef þið ætlið að heimsækja mig þurfið þið að fara mjög varlega í götunni, bæði þar sem er slitlagsrönd og þar sem mölin og drullan tekur við.

Ef þessi slóði væri hluti af því vegakerfi sem Vegagerð ríkisins hefur umsjón með væri skilti þar sem ekið er inn á hann og á því stæði 4x4 og það væri sett tilkynning í Útvarpið um að hér væri eingöngu fært jeppum og öðrum vel útbúnum bílum. Aðalgatan í þorpinu er skilgreind sem þjóðvegur í þéttbýli þannig að Vegagerðin sér um lagningu þess vegar og viðhald hans og hún er sæmileg að aka. Önnur mikilvægasta umferðaræðin i plássinu, er ekkert skárri en gatan hér. Þar aka álíka margir bílar á dag og um Vitastíginn heima í Víkinni eða Laugabraut á Skaganum. Þetta er alveg til háborinnar skammar! Það er ekkert malbik í þorpinu. Það er bundið slitlag á þessari þjóðbraut, á stóra bílastæðinu við Félagsheimilið Aratungu og sundlaugina og bílastæðinu við bensínsjoppuna Bjarnabúð. Svo er 10 metra löng einbreið rönd af bundnu slitlagi í þessari götu sem við búum við (þessi rönd er reyndar svo slitin og holótt að það ekki hægt að komast um hana öðruvísi en að slíta dempurunum á bílnum aðeins í hvert sinn) og það er þannig rönd líka í götunni hérna fyrir ofan okkur, sem er þónokkuð skárri.

Ég skil ekki svona pólitík. Ég veit alveg að það svívirðilega dýrt að leggja vegi og malbika þá, en það er bara hluti af því að reka sveitarfélag sem skipuleggur byggingalóðir og selur þær. Okkur sem búum hérna kemur það bara ekkert við hvort það er dýrt eða ekki dýrt. Þetta á bara að vera til staðar, rétt eins og vatnsveitan og skólpið. Það er ekki hægt að byggja upp jákvæða ímynd staðarins sem spennandi kost til að setjast að á eða eyða tíma í sem ferðamaður þegar þessir hlutir eru ekki í lagi. Svona íbúðarhverfi úti í sveit á að líta vel út. Það á að líta glæsilega út. Það eru 25 til 30 ár síðan önnur sveitarfélög gengu frá þessum málum. Þessi sveit er í harðri samkeppni við Hrunamenn og Grímsnesinga um fólk til búsetu og/eða byggingu sumarbústaða. Hrunamenn eru komnir mörgum skrefum á undan okkur í leggja götur og gangstéttar. Þeir eru reyndar bara nýbúnir að taka við sér, en það er nóg, þeir hafa forskot á okkur. Á Borg í Grímsnesi er verið að byggja nýtt íbúðahverfi. Grímsnesingar eiga nóga peninga til að hafa þessi mál í lagi og ég trúi ekki öðru en að þau verði í lagi þar. Það sést eiginlega hvergi nema hér að menn byggi hús inni í þéttbýli áður en búið er að leggja þangar allar lagnir, götu og gangstétt. Meira að segja Laugvetningar hafa steypt gangstéttar og lagt malbik fyrir mörgum, mörgum árum.

Mig grunar að þeir sem ráða hérna í sveitinni vilji alveg standa betur að þessum málum, en þeir eru bara gungur. Þeir eru svo hræddir um að fólkið á sveitabæjunum verði reitt vegna þess að peningar sveitarfélagsins fari í framkvæmdir í þéttbýlinu. Ég held að þeir sem ráðstafi fé sveitarfélagsins þurfi ekkert að vera þjónusta bændurna betur en okkur hina íbúa sveitarinnar, því það er þeirra hagur eins og minn að þéttbýlið í sveitinni verði huggulegt og aðlaðandi (og svo er það nú þannig að þótt búin séu mörg stór og glæsileg þá hafa bændurnir komið sinum skattamálum þannig fyrir að sveitin fær nú minnst af þeim gjöldum sem þeir greiða!).

Ég hef séð á myndum héðan úr Reykholti að umhverfið hefur tekið á sig nýja og bætta mynd frá því sem það var áður. Ég hef séð 17 ára loftmynd þar sem hverfið er eitt drullusvað og gróðurinn er ekki orðinn eins hár og myndarlegur eins og hann er í dag. Þetta hefur batnað, en nú eru breyttir tímar og fólkinu fjölgar, hér er orðið til þorp. Það verður að þjónusta fólkið.

Ég á ekkert að leggja þessar hellur hérna hjá mér. Ég veit ekki einu sinni hvort ég má það. Þegar ég flutti hingað inn var ég vitni að samtali talsmanns húseigandans og húsbyggjandans og oddvita sveitarfélagsins sem leigir húsið um að húseigandinn myndi fá frest til að ganga frá lóðinni þar sem komið var svo langt fram á haust. Fresturinn var ákveðinn fram til næsta vors. Svo hefur verið stirt á milli þessara tveggja aðila og þá kemur sér ekki vel að vera gunga og þora ekki að setja húseigendunum stólinn fyrir dyrnar og þá lendi ég og allir hinir sem búa í samskonar húsum og ég, 9 fjölskyldur, í þvi að hér gerist ekkert í þessum lóðamálum og við megum vaða drulluna upp að hnjám, sætta okkur við sískítuga bílana okkar og dunda okkur við daglegan sandmokstur innan dyra. Við höfum rekið á eftir þessu og kvartað og kveinað, bæði við Gréta og aðrir íbúar, en ekkert gerist. Stundum er okkur lofað einhverju, en það hefur aldrei staðist. Mig grunar reyndar að málið með þetta allt saman sé eitthvað svolítið öðruvísi en ég fæ að vita af. Það gæti líka verið að húseigandanum beri engin skylda til að ganga frá húslóð sem stendur við götu sem er í raun og veru engin gata. Ætli það gæti legið þannig í þessu að fyrst þurfi sveitarfélagið að leggja þokkalega götu áður en það getur krafist þess að gengið verði frá lóðunum? En hvernig sem í þessu liggur er alla vega alveg ljóst að ég á ekki að þurfa að gjalda fyrir þetta. En það geri ég og ég er orðinn helvíti fúll vegna þess.

Ég man þegar það var verið að steypa gangstéttina heima á Holtastíg (mig minnir reyndar að ég hafi skrifað um þetta áður). Þá var Jónsi Kristnýjar að vinna við þetta og einhver annar á hans reki. Ég man að ég var að spjalla við þá um fótboltann á HM svo þetta hefur verið 1982. Það sem ég man eftir þessu móti var að það var haldið á Spáni og markvörður Ítala var Paolo Rossi og hann var mjög góður (unnu þeir ekki þetta mót?). Svo man ég að í búningsklefanum í Félagsheimilinu, eftir leikfimitima, einhverntíma um haustið, var Gummi Hrafn að herma eftir þjálfara Argentínumanna og þóttist keðjureykja. Rúnar, og þeir hinir strákarnir einhverjir, föttuðu djókinn en ég hafði ekki fylgst betur með þessu HM en svo að ég varð bara þykjast skilja þetta og hló líka. Ha, ha.
 
Ummæli:
Markvörður ítala 1982 hét Dino Zoff og var fertugur fyrirliði heimsmeistara ítala. Paolo Rossi var sá sem skoraði mörkin fyrir þá, hann setti 6 mörk í þremur síðustu leikjum ítala og varð markakóngur.

kv.

Hannes Már
 
Já alveg rétt!
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]