Opnunin
Sýning Grétu í Slakka opnaði í gær. Það var nokkur fjöldi við opnunina og ég held bara að flestir hafi skemmt sér vel. Við buðum upp á léttvín og smárétti og enduðum með dansiballi þar sem ég fékk tvo félaga mína úr Bleki & byttum, til að spila slagarana með mér.
Sýningin verður svo áfram opin í Slakka í einn mánuð.