Tilraunavefurinn
sunnudagur, júní 25
  Boltablogg #2

Ég í UMFB dressinu
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Þegar ég var loksins að ná þessu með hlutverk varnarmannsins og orðinn sæmilegur í fótbolta vildi svo til að liðið okkar í Bolungavík var óvenju gott og ég komst sjaldan í liðið og var meira eða minna allt sumarið varamaður. Það var alveg ægilegt, því ég hafði æft vel um veturinn og var loksins að komast upp á lagið með að að spila fótbolta eins og maður og mér fannst sjálfum að lítið annað hefði þurft til að slípa mig til en að ég spilaði nokkra leiki. Árið áður hafði ég tekið nokkrum framförum í liði sem var ekki eins sterkt því okkar bestu menn léku þá á Ísafirði. Þá var ég ýmist sweeper eða miðjumaður. Sumarið eftir þetta sumar með góða liðinu skipti ég yfir í annað lið, lið á Ísafirði sem var skipað strákum sem ekki voru nógu góðir til að komast í aðalliðið þar og körlum sem voru hættir að nenna að æfa á fullu. Þar voru frábærir varnarmenn, og ég í þessu fína formi og kominn með sjálftraustið og leikskilninginn sem ég hafði ekki fengið að njóta árinu áður. Þá spilaði ég á miðjunni og átti nokkra leiki þar sem ég stóð mig vel.

Ég skoraði ákaflega fá mörk fyrir Bolungavík, kannski þrjú eða fjögur í einhverjum Vestfjarðamótum eftir nokkur ár í félaginu. En með nýja liðinu setti ég þrjú í mínum fyrsta leik og svo man ég að mér leið ákaflega vel í leik á Ísafjarðarvelli þar sem ég tók eftir að nokkrir fyrrverandi liðsfélagar mínir úr Víkinni voru komnir að horfa á. Karlar sem höfðu ekki haft nokkra trú á mér sáu mig eiga skínandi leik og leggja upp mörk og færi fyrir félaga mína. Undir lok þessa sumars skoraði ég svo flott mark með vinstrifótarskoti frá vítateigslínu á móti Bolungavík á vellinum á Skeiði. Það var ljúft að sjá á eftir boltanum yfir Pétur Magg í markinu og í netið. Og í brekkunni var fólk sem hafði ekki séð mig gera neitt þvílíkt í leik með Víkurum. Þetta var svona uppreisn æru fyrir allar mínúturnar á varamannabekknum í Víkinni.

Næsta fótboltablogg verður um sumarið með Fire høje idrætsforening í Nørup, Ny-Nørup, Vandel og Randbøldal í Danmörku. Þá get logið eins og ég vil, en það ætla ég ekki að gera.
 
Ummæli:
Ég man eftir því að hafa spilað mér þér örfáa leiki fyrir Reyni Hn. Mér er minnistætt þegar við vorum í Holti og Bikki hanleggsbrotnaði þegar hann skoraði.
KJ
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]