Tilraunavefurinn
miðvikudagur, júní 21
  Boltablogg #1
Þá er ég búinn að spila fyrsta fótboltaleikinn þetta sumarið. Við í Biskup lékum í Bikarkeppni Sunnandeildarinnar gegn FC Flóa og skíttöpuðum. Eitthvað hefur liðið okkar slappast því við unnum tvo leiki við þessa gaura í fyrrasumar. Ég er í slæmu formi, en byrjaði í stöðu varnartengiliðar í 4-5-1 leikkerfi. Það er staða sem hentar mér ágætlega, ég spilaði þar í allt fyrrasumar og megnið af tímabilinu mínu í Danmörku var ég annar tveggja miðjumanna. Þá var ég góðu formi og gat hlaupið um völlinn þótt ég færi náttúrulega hægt yfir. Núna stend ég bara á miðjunni og sendi hina miðjumennina út um allan völl og rölti svo annað slagið í vörnina til að passa svæði sem ákafir varnarmenn hafa skilið eftir. Ég lét skipta mér útaf áður en fyrri hálfleikur var úti, Mér hafði gengið sæmilega. Ég skipti mér svo inn á síðustu 10 mínúturnar í hafsentinn og var alveg úti að aka.

Þegar ég æfði fótbolta af aðeins meiri alvöru var ég oftast í vörn. Ég veit ekki af hverju það var. Sennilega þótti gott að ég er frekar hávaxinn og mér gekk vel að skalla bolta. En ég var oft stressaður að spila í vörninni. Mér leið ekki alltaf vel þar og ég var sjaldan að spila vel. Ég er náttúrulega seinn á mér og það þarf oft að taka spretti í vörninni. Þegar ég var grannur var ég samt seinn á mér (það hefur nú ekki lagast við þessi 15 - 20 kíló sem hafa bæst á mig síðan ég var að æfa fyrir 10 árum).

Ég var lengi að ná tökum á því að gera hlutina rétt í vörninni. Það er kúnst að dekka rétt, snúa rétt og vera nógu nálægt þeim leikmönnum sem maður er að gæta. Mér fannst ég aldrei spila virkilega vel nema þau ár sem við vorum með lélegt lið því þau ár lék ég ekki endilega í vörn og þegar við vorum með B-lið var ég oft á miðjunni. Það var eitt árið. Ég hef sennilega ekki þótt nógu góður með boltann á tánum til að menn hefðu trú á því að ég gæti spilað annars staðar á vellinum en í vörninni. Það er margt sem mig skorti alltaf til að verða góður í fótbolta. Það helsta var hugarfarið, hraðinn og boltatækni. En ég hafði sitthvað annað til brunns að bera, því þótt ég hafi aldrei orðið góður í fótbolta þá var ég ekki hlægilega lélegur, bara ekki nægilega kappsamur og alltof hægur.

Næsta boltablogg verður um þau fáu augnablik á knattspyrnuferli mínum á Vestfjörðum sem ég gat eitthvað.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]