Tilraunavefurinn
þriðjudagur, júní 13
  9 ára
Þegar ég var púki ætlaði ég náttúrulega að verða heimsfrægur leikari, tónlistarmaður eða kvikmyndaleikstjóri. Auðvitað. Og þótt ég ætti góða vini sem ég eyddi miklum tíma með, eins og Halla Pé og Pétri Pé, þá lék mér oft einn. Mér fannst það fínt. Ég hafði auðugt ímyndunarafl og gat leikið mér einn með Playmo karla og hlustað á plötunarnar þeirra pabba og mömmu. Ég æfði mig líka með badmintonspaða fyrir framan spegilinn og var ýmist gítarleikari, bassaleikari eða söngvari. Ég spilaði líka fótbolta einn. Það var hentugt. Ég vann yfirleitt.

En aftur að heimsfrægðinni. Einhverju sinni þegar ég var á leið í skólann var ég að dunda mér við að taka viðtal við sjálfan mig. Ég lék sjónvarpsmann sem tók viðtal við mig, heimsfræga og dáða listamanninn, sem var kominn heim á æskustöðvarnar til að sýna veröldinni úr hverskonar umhverfi hann kemur þessi mikli listamaður. „Hér er Miðstrætið, það var mín sjávargata þegar ég gekk í skólann. Þetta er hann, þetta stóra hús þarna við enda þessara gangstíga." Þegar ég er í miðju viðtali gengur unglingsstúlka fram á mig og truflar mig. Ég fór allur í kerfi, því viðtalið fór ekki fram í hálfum hljóðum. Ég man að hún glotti og brosti til mín. Henni hefur þótt ég stórskrítinn og það er svo sem ekkert fjarri sanni.

Þessi stelpa stytti sér leið um lautina þar sem húsið sem Einar og Gauja létu byggja síðar, stendur nú. Og ég kom auga á hana þegar hún birtist allt í einu milli húsgaflsins á gula húsinu sem er neðst í lautinni og stendur við Miðstrætið og Bjarni frændi minn Aðalsteinsson reisti og var lengi bústaður starsmanna Vélsmiðjunnar (Helgi Braga býr þar nú) og girðingarinnar hjá Kitta Gilsa og Sæju. Þar varð í eina skiptið maður vitni að viðtali við mig í fjölmiðli um ævistarf mitt og uppvöxtinn í Víkinni.

Hver haldiði að þessi stúlka hafi verið?
 
Ummæli:
Ragna Siggu Laugu, Magga frænka þín Lúlla, Kolla Rögnvalds??
Þessar bjuggu þarna uppi á Völusteinsstræti og voru líklegar til að stytta sér leið.
 
Nei, en Völusteinsstræti samt. Og sennilega hefur hún verið á leiðinni í skólann eins og ég.
 
Ætli það hafi ekki bara verið systir mín, hún Fjóla.
 
Elmar, hún er jafngömul Kalla, það hefur þá heldur verið Selma,
Kveðja til USA!
 
Eitt stig á Emma fyrir að segja að það hafi verið systir hans, eitt stig á´mömmu fyrir Selmu. Bingó!
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]