Tilraunavefurinn
laugardagur, júní 17
  17.06
17. júní er mikill hátíðardagur. Mér finnst samt helgin aðeins vera farin að skafast utan af honum. En það má vera vitleysa í mér - kannski er þetta eitthvað sem fylgir aldrinum (ég ætti þá ekki langt að sækja það - afa fannst held ég bara allt hafa horfið til verri vegar frá því sem það var í gamla daga!). Ég man eftir nokkrum hátíðarhöldum heima í Víkinni.

Maður hljóp náttúrulega alltaf víðavangshlaupið um morguninn. Pabbi vann fullorðinsflokkinn, það var bara hefð. Ég var hins vegar lengi að hlaupa og er enn. Ég á samt einhver verðlaun fyrir víðavangshlaupið á 17. júní en það eru ekki gullmedalíur. Aðalhátíðardagskráin var svo á íþróttavellinum á Skeiði. Á þeim árum sem ég er að alast upp voru þetta nánast einu notin af þeim íþróttavelli. Þarna voru leikir og skemmtiatriði, ræðuhöld og kórsöngur og fleira skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Einu sinni man ég eftir Bessa Bjarnasyni að skemmta. Hann var þá fúlskeggjaður og það var grátt í skegginu. Ég man að í atriðinu hans skreið hann á vellinum. Það var alltaf tilhlökkun í manni fyrir 17. júní.

Þegar ég fór að stálpast kom ég stundum fram á þessari hátíð, en það var ekki fyrr eftir að hætt var að nota völlinn á Skeiðinu. Ég hef komið fram á 17. júní hátíðarhöldum í Bolungavík syngjandi með gítar, bæði einn og í litlum hópum, einu sinni kom ég með rokkhljómsveitina KY frá Ísafirði, en þá var ég söngvari þeirrar sveitar. Það var í íþróttahúsinu. Ég man líka eftir skemmtilegu giggi með Venna vini á sjúkrahústúninu á Ísafirði á 17 júní. Við höfðum það hlutverk að sitja í /standa á grasinu í frábæru veðri og skemmta Ísfirðingum með söng og gítarspili. Það var þrælskemmtilegt og ágætlega borgað. Í fyrra gerði ég eitthvað svipað þegar við spiluðum þrír félagar á sólpallinum á Kaffi Kletti fram á nótt í hreint æðislegu veðri.

Ég veit ekki alveg hvað verður á dagskrá hjá okkur í dag en við munum alla vega fara með krakkana í skrúðgöngu og skátatívolí, í kaffisamsæti Kvenfélagsins í Aratungu og sennilega líka í grillveisluna á Klettinum í kvöld. Það var alla vega búið að mælast til þess að ég mætti þangað með hljóðfæri framan á vömbinni. Nú svo er búið að bjóða okkur í veislu í næstu sveit þar sem ég veit að verður mikið stuð, en ef við ætlum þangað þarf að tryggja sér barnapíu og það er ekki létt á þessum degi.

Veðrið er ekki eins gott og það var á þjóðhátíðardaginn í fyrra en hann hangir þurr...... enn.
 
Ummæli:
Hér voru hátíðarhöld í föðurfjölskyldunni að vanda til heiðurs Krjúl. Súpa í hádeginu og kaffi í sólinni á eftir, já hér er fyrsti dagur í sumri í dag.
Svo var farið í kirkjugarðinn og sett blóm á leiði afa þín.

Jakob hljóp í morgun í víðavangshlaupi og hélt uppi merki afa síns og nafna og var fyrstur í sínum flokki. Fór svo á Ísafjörð að heimsækja vin sinn Óla og datt í sjóinn þar, þannig að þessi
17. júní verður honum líklega eftirminnilegur.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]