Venni
Þessi hérna er úr hópi þeirra tónlistarmanna sem mér hefur þótt skemmtilegast að spila með. Hann er gríðarlega músíkalskur. Hann spilar bæði á gítar og bassa. Við höfum reyndar ekkert spilað saman í mörg ár, en það var alltaf þrælskemmtilegt að spila með honum , hvort sem stigið var á svið eða bara trallað í partíi. Ég vona að við eigum eftir að spila saman aftur. Venni var alltaf seigur að gera flottu gítarlínurnar á einfaldan og að því að manni virtist afar kæruleysislegan hátt, en samt var svo margt hjá honum verulega fágað, enda hæfileikarnir miklir.
Ég rakst á þessa mynd á Netinu. Ég hef ekki heyrt Venna spila á flygil en mér skilst að hann hafi verið mikið efni þegar hann lærði á píanó í Tónó á Ísó þegar hann var smápúki.