Tilraunavefurinn
sunnudagur, maí 28
  Stjórnmálarýni Kalla
Jæja, þá er búið að kjósa. Það fór 4-3 hjá okkur í Bláskógabyggð. Þ-listinn fékk 4 menn í sveitarstjórn en T-listinn 3.

Heima í Bolungavík komst klofningsframboðið í oddastöðu eins og við var að búast. Baldur frændi minn slapp inn í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Sossa fór fyrir K-listanum sem fékk flest atkvæðin.

Á Skaganum urðu miklar breytingar. VG fékk góða kosningu og sömuleiðis Frjálslyndir. Sveinn og Hrönn komu illa út og Guðmundur Páll fór einn inn frá Framsókn. SJálfstæðismenn fengu ágæta útkomu. Þar var Hildur Karen, frænka mín, á lista.

Það gladdi mig að sjá hvað VG fær víða góða útkomu. Þar kemst að fólk sem hefur alveg hreinar línur í umhverfismálunum
nokkuð klárar líka í velferðarmálum. Og oft er þarna á ferðinni fólk sem hefur skilning á hlutverki menningarstarfsemi í heimabyggðinni (auðvitað á þetta nú við um fleira sveitarstjórnarfólk en VG-liða). Með tilkomu VG í sveitarstjórnir í landinu heyrist rödd sem mér finnst mikilvægt að heyrist sem víðast.

Annars finnst mér það merkilegasta í fréttum frá kosningunum vera úrslitin í bláu bæjunum. Seltjarnarnes og Garðabær eru nánast einlit sveitarfélög. Þar vinna Sjálfstæðismenn sko sigra. Reyndar grunar mig að flest atkvæðin þeirra séu frá fólki sem myndi alltaf kjósa þá, alveg sama hvaða vitleysu þeir tækju upp á á kjörtímabilinu. Í Reykjanesbæ vinna þeir aftur á móti alvöru sigur. Ég held að þar sé ekki um svona áskriftarfylgi að ræða. Þar veðjuðu þeir á réttan hest síðast og fengu virkilega góðan mann í bæjarstjórastólinn sem hefur hrifið fólkið með sér, verið jákvæður, sýnilegur og greinilega staðið sig mjög vel í starfi. Ef það á að taka einhvern einn út sem sigurvegara þessara kosninga, þá er það Árni Sigfússon.

Í Hafnarfirði vinnur Samfylkingin einmitt samskonar sigur og Sjálfstæðismenn gera í Reykjanesbæ. Reyndar eiga Kratar þar langa og farsæla sögu. Þar fór einn frændi minn í bæjarstjórn, hann var síðasti maður inn. Það var aumkunnarvert að fylgjast með baráttu Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Þar hafa menn veitt þjónustu sem íbúarnir eru ánægðir með, sinna þessum málaflokkum sem skipta fjölskyldur máli, skólamálin, menningarmálin og æskulýðsmálin eru málaflokkar sem skipta fjölskyldur máli og þarna hafa þeir staðið sig vel, t.a.m. mað ákvörðunum eins og að greiða niður þátttöku barna á einhverju aldursbili í íþrótta- og tómstundastarfi. Í Hafnarfirði áttu minnihlutaflokkarnir aldrei séns, ja, nema VG, sem hélt á lofti skoðun sem hlýtur að hafa hljómgrunn meðal einhverra Hafnfirðinga; nefnilega að setja fyrirvara á þá ákvörðun að leyfa stækkun álversins sem er í sveitarfélaginu.

Það er líka gaman þegar menn leggja allt undir í kosningum. Þannig fór það hjá Ísólfi Gylfa í Rangárþingi eystra. Hann lagði sjálfan sig að veði. Hann hefði þurft að finna þrjá Framsóknarmenn í viðbót í sveitnni og keyra þá á kjörstað til að sleppa inn og verða sveitarstjóri á eigin heimavelli. Það er spurning hvort hann heldur áfram sem sveitarstjóri hjá nágrönnum mínum hérna hérna austan megin við Hvítána, úr því að svona fór fyrir honum heima á Hvolsvelli.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]