Rámur og hás
Ég var ekki sérstaklega skynsamur um helgina. Á balli á föstudagskvöldið með Bleki og byttum söng ég af öllum lífs og sálarkröftum lög eins og Twist and Shout með Bítlunum. En við erum ekkert að hafa fyrir því að tónflytja þetta og mér finnst ég syngja þetta svo vel. Líður alveg stórkostlega á meðan ég þen mig allan og rembast við þetta. En formið er ekki betra en svo að á eftir svona rembingi kem ég varla upp hljóði og giggið á laugardagskvöldið var hálfundarlegt með ráman forsöngvarann og flest lögin lækkuð um a.m.k. heiltón, og það kostar mig talsverða einbeitingu að spila lög sem ég hef spilað hugsunarlaust árum saman allt í einu í nýrri tóntegund Úff, man.
Maður lætur sig hafa þetta og þjösnast á raddböndunum þangað til allt er gjörsamlega búið að vera þar. Ég hef sjálfsagt hljómað eins róni þar sem ég reyndi að syngja með í sálmunum við skírnina í hádeginu á sunnudaginn.