Tilraunavefurinn
þriðjudagur, maí 30
  Opið bréf til Bolvíkinga
Þótt ég búi í Biskupstungum er ég Bolvíkingur. Þar eru rætur mínar. Þar óx ég úr grasi og kynntist mörgu og mörgum og upplifði svo margt sem hefur gert mig að þeim manni sem ég er. Þess vegna fylgist ég með mannlífinu í Bolungavík, eins og kostur er, m.a. á Víkari.is og nýjum vef Bolungavíkurkaupstaðar. Mér er annt um Bolungavík og að Bolvíkingar hafi það gott heima í Víkinni.

Mér þykir æðislegt að Sossa hafi fengið starf skólastjóra í Víkinni. Önnur eins hugmyndamaskína fyrirfinnst varla. Í alvöru talað; ég þekki skólafólk víða um landið sem öfundar fólkið sem vinnur í skólunum í Víkinni fyrir að hafa aðgang að Sossu næstum daglega. Mig grunar samt að það hafi ekki nýtt sér það í eins miklu mæli og hægt væri. Ætli hún hafi verið fengin til að halda fyrirlestra eða námskeið fyrir kennara á starfsdögum? Hún heldur fyrirlestra og námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla og leikskóla annars staðar á landinu og víðast hvar hrífur hún fólk með sér og kemur því af stað í vinnu sem yfirleitt tengist tónlist, myndlist eða leikrænni tjáningu. Hún var hér hjá okkur í Tungunum í fyrra. Þær voru yfir sig hrifnar konurnar á leikskólanum og eru enn að sækja í hennar brunn og allt efnið sem hún hefur útbúið og skildi eftir handa þeim. Leikskólakennarar á Akranesi fengu líka námskeið hjá henni þegar við bjuggum þar og það var talað um það á afar jákvæðum nótum í marga mánuði á eftir.

Um hæfni Sossu til að nálgast börn, virkja þau til skapandi hugsunar og kenna þeim þarf ekki að fjölyrða, þið þekkið það flest sem lesið þennan vef. Ég leita til hennar endrum og sinnum þegar ég er að fást við eitthvað sem snýr að tónlist eða leiklist í starfi mínu í skólanum. Hún er með eindæmum hvetjandi ráðgjafi. Það er einn af helstu kostum hennar. Við hittumst stundum og þá ræðum við alltaf um skólastarf, uppeldi og tónlist - og fólk. Við tölum mikið um fólk. Sýn Sossu á listmenntun og manngildi í skólastarfi er fjörleg og uppeldislega útpæld. Þið eruð í góðum málum bolvískir grunnskólanemendur og bolvískir foreldrar.

Fræðin segja að góður skóli sé glaður skóli. Öðru slagorði var mikið flaggað í Grundó, þar sem ég var að kenna áður: Það er einhvernveginn svona: Góð líðan nemanda er forsenda þess að nokkuð nám fari fram hjá honum. Og ég segi: Ef Sossa getur ekki lagt sitthvað til sem stuðlað getur að glöðum skóla og góðri líðan nemendanna, þá getur það enginn!

Ég held aftur á móti að sigur Sossu og þeirra í K-listanum í bæjarstjórnarkosningum skipti Bolvíkinga ekki nokkru máli. Það skiptir litlu hvort það er Sossa, Elías Jónatans eða Anna Ed. sem ræður ferðinni þar. Ég hef unnið með þeim öllum og þykist vita að ef þau leggja sig fram um að stýra þessu battaríi þannig að velferð íbúanna sé alltaf að leiðarljósi, sem ég treysti þeim öllum til að gera, og gæti þess, við hverja ákvörðun sem þau standa frammi fyrir, að huga alltaf að hagsmunum heildarinnar, er framtíð Bolungavíkur björt. Þetta er allt sómafólk sem komið er í bæjarstjórnina heima. En mér finnst gott til þess að hugsa að Sossa skuli vera orðin skólastjóri. Ég ætla að þessi ráðning sé heillaspor fyrir samfélagið.

Ég óska bolvískum grunnskólanemendum, foreldrum þeirra og starfsfólki Grunnskóla Bolungavíkur til hamingju með nýja skólastjórann. Skilaboð mín til þeirra eru þessi: Takið Sossu eins og hún er. Hana langar rosalega mikið að bjarga heiminum og þið mununð þurfa að hægja á henni stöku sinnum og biðja hana að taka eitt skref í einu. En þannig er hún bara gerð, þið breytið því ekki, sættið ykkur heldur við það. Hjálpið henni að nýta hæfileikana sem hún hefur þannig að þeir komi að góðu fyrir skólastarfið. Vinnið saman og minnið hana á að færast ekki of mikið fang. Verið jákvæð, eins og hún, og opin fyrir fríkuðum hugmyndum. Verið mátulega dugleg að toga hana niður á jörðina þegar hún fer á mesta flugið, en verið líka tilbúin endrum og sinnum að fljúga með henni. Mikið óskaplega held ég að það geti orðið gaman hjá ykkur í vinnunni!

Kveðja, Kalli kennari
 
Ummæli:
Vel mælt og hjartanlega sammála. :) Það sem ég hef gert undir stjórn Sossu er ekki fátt; spilað við hin ýmsu tækifæri, sungið í kór, leikið leikrit, spunnið, sungið og trallað..
Hibb hibb húrra fyrir Sossu.

Ég held samt að ég geti sagt það margt sama um þig Kalli.
´
"Ísland verður vetnisþjóð,
veröld áfram þeysir"
"úúú pippi olsen, jeg er forelsket i dig"
..og allt það sem þú skrifaðir með danska pennanum..
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]