Musik
Ég hef verið að fást við frábæra hluti. Við höfum verið að taka upp tónlist með unglingum. Ég fór með tölvuna mína og öll hljóðfærin upp í skóla. Þar breyttum við tónlistarstofunni í hljóðver og þar erum við búnir að vera, við Hilmar, að spila og hlusta og pæla og taka upp söng krakkanna. Þetta fer svo á plötu sem við dreifum á heimilin í sveitinni.
Þess utan hefur verið svolítið um spilerí. Klettur á föstudag, Geysir á laugardag.
Nóg að gera.