Tilraunavefurinn
laugardagur, maí 27
  Kosið
Það voru tveir listar í boði hjá okkur í sveitinni. T-listinn og Þ-listinn.

Þ-listinn hefur haft meirihluta síðasta kjörtímabil. Þeir segjast hafa þor. Þar er ég þeim ekki sammála, þeir hafa nefnilega ekki haft þor til að taka ákvarðanir sem yrðu óvinsælar hjá einhverjum í sveitinni. Nú vilja þeir hafa sveitarstjórnarmann í hverri nefnd sveitarfélagsins til að auðvelda boðleiðir. Það líst mér ekki á. Ég tel að það dragi úr fólki að koma með djarfar og ferskar hugmyndir. Þær fái síður tækifæri til að þróast og verða að veruleika. Þeir hafa ekkert talað um að fegra umhverfið i þéttbýlinu eða að malbika göturnar (ég þekki örugglega einhvern sem hefur skrifað svipaðar pælingar í dagbók á áttunda áratug síðustu aldar).

Hitt framboðið talar heldur ekkert um þessi umhverfismál sem ég ætlaði að láta ráða úrslitum um hvort framboðið fengi mitt atkvæði. Oddviti þeirra hefur farið offörum í fjölmiðlum og það hefur jaðrað við dónaskap sumt af því sem hann hefur skrifað. Þeir hafa mann á listanum sem mér líst vel á og Gréta þekkir frá því hún var krakki. Það eru kórfélagar á báðum listum. Ég þekki þetta náttúrulega ekki mjög vel þar sem ég hef nú bara búið hér í tæp tvö ár.

Ég þekki ekki alla á listunum. En ég tók ákvörðun í gær um hvort framboðið ég kysi og í dag þegar ég vaknaði var ég enn sömu skoðunar og ég kaus og sé enn ekki eftir atkvæðinu. Það á svo eftir að koma í ljós hvort ég verði ánægður með störf þeirra sem munu stjórna næstu fjögur árin.

Pabbi kenndi mér mikilvæga lexíu um að maður ætti að vera þeim þakklátur sem bjóðast til að sitja í sveitarstjórnum. Það sá vanþakklátt starf en samt sem áður starf sem einhverjir þurfi að sinna. Þetta er hárrétt. Auðvitað hafa allir sem stija í sveitarstjórnum það sama að markmiði: Að gera búsetu í sveitarfélaginu eins góða og kostur er. Auðvitað!
 
Ummæli:
Ekki vissi ég áður en inn í kjörklefann kom hvað ég ætlaði að kjósa (frekar en oft áður)og mikið öfunda ég fólk sem getur verið svo staðfast í trúnni að kjósa alltaf sama flokkinn sama hvað á dynur.
Svona er að vera ekki fæddur í flokki!!
Úllen, dúllen, doff gæti kannski dugað? Prófa það næst.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]