Hrafnablöðkur
Í þættinum Orð skulu standa á Rás 1 sl. laugardag var spurt um orðið „hrafnablaðka". Orðabókin segir „blöð ætifífils". Stórnandinn sagði að þetta væru blöð túnfífils, þessi fínu gulu. Ég get ekki alveg verið sammála stjórnandanum.
Þegar ég var að alast upp í Víkinni þekktu þetta orð allir krakkar. Í okkar skilningi voru hrafnablöðkur blöðin sem vaxa með og í kringum túnfífilinn. Þessi blöð eru skörðótt og minna sennilega á hrafnsvæng. Þau eru skuggalega beisk á bragðið og það þótti skemmtilegur leikur að gefa þetta púkunum sem héldu í sakleysi sínu að þeir væru að fara að japla á safaríkum súrblöðkum (hundasúrum).
Ég finn orðið „súrblaðka" ekki í oðrabókinni.