Á námskeiði

Ég var að skoða tónlsitarsíður og hálfpartinn að leita mér að stað til að komast á námskeið. Ég fann skóla sem ég ætla að skoða miklu betur því við fyrstu sýn virðist hann vera mjög spennandi möguleiki. Þar er boðið upp stutt og löng sumarnámskeið og hljóðfæraleikarar fá kennslu sem miðast við getu þeirra. Ég sé á þessari mynd sem hér fylgir að þarna hefur fólk tekið alla fjölskylduna með sér. Það geymir hana bara á bakinu á meðan á samspili stendur.