Tilraunavefurinn
miðvikudagur, apríl 26
  Kvæðið um ökuferð skólastjórahjónanna í Víkinni um Djúp
Nú man ég ekki hvað þetta kvæði heitir.
En það var örugglega svona:

Það gerðist hérna sumarið áttatíu og sjö
að Anna Skarpa bílhurðinni skellti.
Gunnar fór þá með hana, þau voru bara tvö,
inn í Djúp og bíldruslunni velti.

Eigum við ekki að hætta þessum hildafulla leik?
Sögðu þau og tók´upp blað og penna.
Nú er bíllinn ónýtur og Anna fór í steik.
Samt komu þau í september að kenna.

Tralla ralla ralla ralla tralla la la lei
tralla ralla tralla ralla ralla.
Tralla ralla ralla ralla tralla la la lei
tralla ralla tralla ralla ralla.


Svona gátum við Ingólfur ort 14 og 15 ára gamlir. Það er ekkert ljóttíessu, erða? Ég meina, þau hjónin lentu þarna í óhappi um sumarið en það fór betur en á horfðist og þau sluppu bara vel. Ég man að ég sótti Gunnsa á kontorinn svo að hann missti ekki af frumflutningi á þessu. Og ég man ekki betur en að honum hafi bara fundist þetta allt í lagi hjá okkur.

Þessi texti og þriggja hljóma lag við hann (sem ég man líka) voru frumflutt á diskóteki unglingadeildarinnar í skólanum í Víkinni haustið 1987, þegar ég var í 8. bekk. Þetta var sennilega í fyrsta skipti sem ég kom fram með gítar. Við Ingólfur lékum báðir og sungum og sömdum bæði lag og texta saman. Ég held að krökkunum hafi ekkert þótt um þetta. Þeim þótti þetta ekkert merkilegt, ekkert fyndið og ekki einu sinni djarft af okkur. Þessi uppákoma var ekkert nema bara tveir lúðar að reyna að vekja á sér athygli með glötuðum aðferðum! Mér fannst þetta stórmerkilegt!

Hildafullur
Ég man líka að ég ber meiri ábyrgð á textasmíðinni en félagi minn og að orðið hildafullur, sem þarna kemur fyrir, var eitthvað sem ég vildi absalút hafa með. Ég hafði örugglega ekki fyrir að fletta því upp í orðabókinni og gá hvað það þýddi, en það á þarna að vera samheiti orðsins hættulegur. Þegar ég fletti þessu upp núna um leið og ég er að skrifa þetta hérna inn sé ég að orðið er til í málinu, svo sennilega hafði ég heyrt það. En það merkir að vera fullur af hildum, en þá eiga menn víst að hríðskjálfa. Dæmi er tekið í Orðabókinni um hildafullan hund. Þá er þessi orðanotkun út í hött hjá mér þvi leikur getur náttúrulega aldrei hríðskolfið. En þau hjónin hafa sjálfsagt orðið hildafull við bílveltuna.
 
Ummæli:
Held að ég kannist við þetta lag, frekar skemmtilegt ;)
Hlakka til að hitta ykkur á laugardaginn.
Kveðja til allra.
 
Hildafullur hundur kemur fyrir í bókum Laxness, því sveitahundarnir áttu það til að éta hildirnar (fylgjuna), frá ánum í sauðburðnum. Fylgja dýra, alla vegna hjá ánum, eru líka kallaðar hildar.
kveðja Halla
 
eða að orðið "hildarleikur" það er að berjast upp á líf og dauða. Samanber sjómanninn sem hefur "margan hildarleikinn háð til sjós"
kve Halla
 
Já, auðvitað hef ég ætlað að hafa þetta hildarleik. Þú átt líklegast kollgátunua! Ég hef bara ekki verið betur að mér en þetta.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]