Tilraunavefurinn
fimmtudagur, apríl 20
  Bloggsíður fyrrverandi nemenda #2
(Sami inngangur og á hinni færslunni.)

Ég skoða stundum bloggsíður fyrrverandi nemenda minna. Það er alltaf gaman en það er nú afar mismunandi upplifun. Þetta er fólk í blóma lífsins og er að upplifa svo skemmtilega tíma. Vissulega fyllist ég stolti yfir því að hafa verið um tíma samferða þessu skemmtilega fólki sem er upptekið við svo ólík en frábærlega skemmtileg viðfangsefni. En það er eitthvað furðulegt og hálfleiðinlegt að lesa um fyllleríin á því.

(Og svo kemur það.)

Ein stelpan skrifar núna um SUS ball á Skaganum. Þar á að vera frítt bús og allir eiga að mæta. Ég þoli þetta ekki! Þetta er ógeðslegt. Mér verður hálfillt og hugsa: Svakalega höfum við Gunni verið líbó og farið varlega í stjórnmálaumræðurnar. Sennilega hefur það verið til að koma ekki upp um okkur og láta ekki hanka okkur á því að við værum að innræta börnunum hugmyndir sem við sjálfir aðhylltumst. Eða kannski hefur bara ekkert verið tekið mark á okkur? Við lögðum alltaf svo ríka áherslu á að maður ætti ekki að láta aðra ákveða fyrir sig hluti sem skipta mann máli og alls ekki að láta selja sér skoðun fyrir sig sjálfan (Það fóru margar stundirnar í gallabuxnamerkjasnobbumræðurnar!).

Af hverju beita menn þessum brögðum? Við hvað eru þeir hræddir? Hugmyndir þeirra eru viðkenndar í samfélaginu og það er meira að segja hátt hlutfall þjóðarinnar sem aðhyllist þær eða styður að minnsta kosti þá sem aðhyllast þær til valda í landinu. Þurfa þeir að sverta hreyfinguna með svona lúalegum áróðursbrögðum? Ég held ekki. Ég held að þeir gætu með heiðarlegri hætti fengið fullt af unglingum til liðs við sig bara út á hugmyndafræðina - hún á upp á pallborðið hjá (alltof) mörgum. Þetta er eitthvað svo aulalegt: Þeir sem nenna ekki að pæla í stjórnmálum eiga að styðja Sjálfstæðisflokkinn frekar en aðra flokka því SUS veitir bús á balli. Ojbara!
 
Ummæli:
Ég man ekki betur en okkur, mér a.m.k., hafi verið boðið oftar en einu sinni á SUS fundi á sínum tíma. Þar var málið að hlusta á einhverja ræðu og að launum fékkstu áfengi. Þannig að þetta hefur verið í gangi í langan tíma.

Mín kenning er sú að á þessum aldri er maður alltaf að leitast eftir því að komast á fyllerí og áfengið er dýrt, þannig að þegar þér býðst að hlusta á einhverja stjórnmálamenn, alveg sama hvort þú er sammála þeim eða ekki, þá gerir þú það til þess að koma á fylleríið þitt.
 
Já ég er sammála þér þarna. Þetta er ógeðfelld hugmyndafræði og engum stjórnmálaflokki til framdráttar.

Þrátt fyrir að þetta sé vandmeðfarið umræðuefni innan veggja skólans þá held ég að kennarar megi alveg leggja meira upp úr því að efla sjálfstæða og gagnrýna hugsun hjá krökkunum og fá þau til að taka sjálfstæða afstöðu í svona málum. Þetta fellur nú reyndar innan markmiða lífsleikninnar þrátt fyrir að þessu sé lítið sem ekkert sinnt.

Erla Kristins
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]