Mynd af Abbababb
Abbababb fékk uppreisn æru eftir að hafa næstum því farið á hausinn eftir plötuna. Við spiluðum að gamni nokkur lög á skemmtun fyrir skólakrakka þar sem meirihluti hljómsveitarinnar voru kennarar við skólana á Akranesi. Ég spilaði allt prógrammið með jólasveinaskegg. Ég rakst á þessa mynd á Netinu. Mig minnir að í kjölfar þessarar upptroðslu höfum við spilað á heilu skólaballi. Mér sýnist vera hörkustuð á sviðinu.