Fjögur
4 störf sem ég hef unnið um æfina
• Söludrengur Vestfirska fréttablaðsins í Bolungavík
• Pressukaffikönnusamsetjari hjá Bodum verksmiðjunum
• Lagerstarfsmaður í versluninni Vöruvali, Ísafirði
• Pakkari í svínasláturhúsinu og kjötvinnslunni í Store-Lihme
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
• Með allt á hreinu
• Í takt við tímann
• Så som i himmelen
• Útlaginn
4 bækur sem mér hefur þótt mjög gaman að lesa:
• Langa bókin (Bók með stuttum klassískum ævintýrum)
• Ævisaga Jóhannesar á Borg
• Ævisaga séra Árna Þórarinssonar
• Grettissaga
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
• Fótbolti.net
• bb.is
• ruv.is
• vikari.is
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
• Lilla-Svedala á Skáni með Grétu þegar við vorum 19 ára
• Skógar með fjölskyldunni í fyrra
• Flókalundur 1978, 1980, 1981, 1984, 1985 og 1986 með pabba og mömmu
• Tjaldstæðið í Bogense á Fjóni
4 matarkyns sem ég held uppá
• Ís
• Kakósúpa
• Ruccolopizzan mín
• Nánast allt lambakjöt