Bloggleikir
Það koma annað slagið upp svona leikir á blogginu þar sem allir segja frá sömu hlutunum um sjálfa sig. Spurningar sem allar eru eins en svörin verða náttúruelga misjöfn vegna þess að það er aldrei sama fólkið sem svarar. Svo er skorað á aðra að vera með og þannig fer þetta um Vefinn eins og eldur í sinu, það er kalla að klukka. Ég hef verið klukkaður. En mér hefur ekki þótt þetta það spennandi að mig hafi langað að taka þátt.
Fyrir svona mánuði síðan gekk einn svona leikur um bloggheima sem mér þótti stundum skemmtilegur. Ég rakst hins vegar aldrei á neitt klukk þar sem óskað var eftir þátttöku minni. Þess vegna hef ég aldrei komið með dæmi um 4 störf sem ég hef unnið um dagana, 4 staði sem ég hef heimsótt í fríum, 4 bíómyndir sem ég gæti hugsað mér að sjá aftur og svo framvegis.