Tilraunavefurinn
laugardagur, febrúar 11
  Sunddeildin og læknirinn
Við Bolvíkingar fengum nýja og æðislega flotta sundlaug árið 1977. Ég man ekki eftir því. En það eru til myndir í albúmi heima sem er ansi skemmtilegar. Þannig var að íþróttakennarinn í Víkinni þá var Kristján Möller, strákur frá Siglufirði. Mamma var að vinna á Bæjarskrifstofunni og hljóp undir bagga með að sjá þessum strák fyrir einni heitri máltíð á dag. Þannig varð það að Kristján varð heimagangur hjá okkur. Svo náði hann sér nú í konu úr götunni okkar þannig að við hittum Kristján oft enn þann dag í dag. Hann varð fyrstur til að verða þjálfari sundliðsins hjá UMFB. Myndin í albúminu heima var tekin af Kristjáni að næturlagi, þar sem hann, íklæddur Adidas íþróttagalla, stingur sér í sundlaugina fyrstur allra.

Það voru hörkuduglegir krakkar í fyrstu hópunum sem kepptu fyrir UMFB í sundi. Kristján hætti og við tók frændi minn úr Reykjavík, Auðun Eiríksson. Auðun er mjög hress og skemmtilegur maður. Hann var líka í fæði heima. Hann bjó nú heima fyrst en seinni árin kom hann bara í hádeginu og sumar helgar og var með okkur. Undir stjórn Auðuns fór sunddeildin á skrið. Í því liði voru krakkar sem nú eru alveg að verða fertugir, eins Elín Harðar, Silla Péturs, Inga Maggý, Kristján Sveins, Jónas Pétur, Gunnar Haukur, Gunni Garðars og einhverjir fleiri. Einhverntíma fann einhver úr þessum hópi fyrir eymslum í öxl og ákveðið var að hann myndi hitta lækninn til að fá bót meina sinna. Það var ómögulegt að hafa slasaðan liðsmann - þetta varð að laga.

Pétur læknir tók á móti sjúklingnum og byrjaði að spyja hann út í það hvað amaði að honum. Jú, það var öxlin. „Og hvenær finnurðu helst fyrir þessum óþægindum væni?", spurði læknirinn. Sundmaðurinn sagði að það væri þegar hann væri að synda baksund. Þá var antisportistinn, læknirinn okkar, snöggur að finna lausn á þessum vanda og sagði með sinni skemmtilega nefmæltu röddu: „Nú, vertu þá ekkert að synda baksund!"

Ég vona að læknar handbolta- og fótboltalandsliðsins beiti öðrum aðferðum til að hressa upp á skjólstæðinga sína!
 
Ummæli:
Pétur læknir er engum líkur, það eru til ansi margar góðar sögur af honum. Ég var einnig svo heppinn fyrir rúmu ári síðan að fá að sitja fyrirlestur hans um "kímnihefta" einstaklinga... það er líklega skemmtilegasti fyrirlestur sem ég hef farið á.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]