Tilraunavefurinn
þriðjudagur, febrúar 28
  Ég & Grautó
Í færslunni hér að framan var fjallað um Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Húsið sem hýsti þann skóla varð seinna Tónlistarskóli Ísfirðinga. Þá kom ég þangað nokkrum sinnum til að æfa saman einhver bönd. Einhverntíma með Sigga Sam og Hemma Snorra. Við spiluðum þrír af einhverju tilefni. Við höfðum allir verið meðlimir í bekkjarbandinu okkar í MÍ þegar við vorum í 1. bekk.

Í þessu húsi, nánar tiltekið í kjallaranum, æfði líka hljómsveitin KY sem við Venni Jobba stofnuðum 92. Þar voru líka Palli EInars og Jón Geir, sem núna leikur á trommur í Ampop (er það skrifað svona?). Það var mjög gaman að vera í þeirri hljómsveit en ég eyðilagði eiginlega alla möguleika hennar á að verða eitthvað. Ég var nefnilega það fífl að vera svo mikill Víkari að mér fannst vera þörf fyrir krafta mína í fótboltaliði UMFB. Það reyndist svo vera mesti misskilningur. En vegna þess hversu samviskusamlega ég stundaði fótboltann mætti ég ekki á æfingar hjá hljómsveitinni fyrr en eftir að fótboltaæfingum var lokið. Þetta band hafði alla burði til að gera miklu stærri hluti. En við spiluðum eitthvað aðeins og vorum alveg sæmilegir. Ég man eftir hinu árlega og víðfræga balli á Suðureyri 16. júní ásamt Gallileó, 17. júní í Íþróttahúsinu í Víkinni og á Tónleikum í Félagsheiminu í Hnífsdal. Þetta band lifði áfram eftir að ég var farinn suður á Skagann. Þá komu í hana í minn stað söngvarinn Eiríkur Sverrir og gítarleikarinn Rúnar Óli. Ég sá þá og heyrði einu sinni á Silfurtorgi. Þeir voru góðir, miklu þéttari en þegar ég var í bandinu, en það hafði samt engin þróun orðið. Þetta var áfram sama metnaðarlausa kóver-sullið og það hafði verið.

Svo kom ég einu sinni í Húsmæðraskólann til að heimsækja Ödda frænda þar sem hann var með aðsetur fyrir One man bandið Mugison.
 
Ummæli:
stórsveit mí átti aðstöðu þarna eftir að hafa verið hent út úr gamla sjúkrahúsinu:o)
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]