Tilraunavefurinn
fimmtudagur, febrúar 2
  Frumkvæði barna og unglinga #3
Það var þegar ég var í 7. bekk, sem þá var þriðji síðasti bekkurinn (eins og núverandi 8. bekkur) að krakkarnir í Víkinni héldu íþróttahátíð sem var ætluð elstu nemendum grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta hlýtur að hafa gengið vel hjá þeim. Alla vega fannst okkur sem vorum í stjórn Nemendafélags skólans árið eftir alveg sjálfsagt að halda þessa hátíð aftur þá. Þessi hátíð er enn haldin og á líklega 20 ára afmæli í ár.

Svona til gamans langar mig að geta þess hverjir sátu í þessari stjórn: Formaður var Valdi Sigurlaugar, ég var gjaldkerinn, Íris Oddbjörns var þarna og Elísabet Finnboga. Fimmti maður hefur sennilega verið Imba systir Elísabetar, þó man ég það ekki.

Við í stjórninni skipulögðum þessa hátíð og bárum alla ábyrgð á að fjármagna hana og að sjá til þess að hún skilaði hagnaði. Við fengum aðstoð frá íþróttakennaranum hvað varðaði ýmislegt í íþróttahúsinu og skólastjórinn reddaði okkur kennurum í gæslu yfir allan daginn. Svo höfðum við kennara til að leita til sem var tilbúinn að aðstoða okkur við þessi félagsmál en sú aðstoð var ekki mikið notuð. (Þið sem fóruð í fýlu við Gunnar Bjarna fyrir að velja ykkur ekki í liðin í handbolta og fótbolta verðið að fyrirgefa honum það því hann fékk mig í að velja fyrir sig í liðin. Það opinberast hér með!)

Árið þar á eftir var ég formaður Nemendafélagsins og þá var hringt heim og ég átti samtal við konu á Ísafirði sem ég gleymi aldrei. Hún var að leggja til að við létum niður falla þann lið í keppni skólanna sem var kallaður KROPPAKEPPNI. Þá komu tveir fulltrúar úr hverjum skóla, einn af hvoru kyni, fram á sundfötum og samanburðardómnefnd (sem við í Nemendafélaginu skipuðum) valdi aðalkroppana. Mér fannst þessi kona vera alveg snarrugluð og skildi ekkert hvað hún var blanda sér í málið. Ég, sem annars var annálaður fyrir kurteisi og prúða framkomu, reif bara kjaft við hana og varði þennan keppnislið með öllum tiltækum (ó)rökum.

Ég hef stundum hugsað til þess síðar og undrast það hvað maður gat verið ofboðslega vitlaus (og ef þú fréttir af þessum skrifum mínum, þú sem varst danskennari á Ísafirði og forstöðumaður Sponsins (heitirðu ekki Dagný Björk?), þá bið ég þig að afsaka hvað ég var tregur til að vilja skilja sjónarmið þitt og þrjóskur og þver og ég vona að ég hafi ekki verið dóni við í símann, - núna veit ég betur). En spáið í foreldrasamfélaginu í Víkinni að líða þetta: Að fólk á aldrinum 13-15 ára væri að berstriplast í einhverjum skólasal í samanburðarkeppni hvert við annað um líkamsbyggingu þess. Á þessum árum voru foreldrar ekkert mikið að skipta sér af því sem við krakkarnir vorum að gera og þessa sögu set ég hérna með undir þessum lið til að sýna ykkur að þetta frjálsræði sem við nutum var ekki alltaf af hinu góða. Það er ýmislegt gott við það fyrirkomulag sem nú er allsstaðar við líði með umsjónarmann félagslífins í grunnskólanum með nefið ofan í öllu sem gert er af frumkvæði nemendanna, foreldrarölti og frímínútnavakt.

En hvers vegna ætli danskennaraskvísan hafi hringt í mig? Af hverju hringdi hún ekki í skólastjórann eða íþróttakennarann? Eða ætli það hafi virkilega átt sér stað að þessir aðilar hafi vísaði henni með erindið til 15 ára bólugrafins strákgutta í Milletúlpu?
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]