Tilraunavefurinn
miðvikudagur, febrúar 8
  Frumkvæði #4
Af því að handboltalandsliðið var að keppa á Evrópumótinu datt mér í hug enn ein sagan í flokkinn um frumkvæði barnanna í Víkinni í þá daga þegar ég var að alast þar upp. Það var nefnilega þannig um nokkurra ára skeið að stundaður var handbolti í íþróttahúsinu í Árbæ í Víkinni. Það voru reyndar leiknir handboltaleikir við vígsluathöfnina á húsinu. Þá varð íþróttaiðkandi í fyrsta sinn fyrir meiðslum í húsinu þegar Kiddi kommi í liði bæjarstjórnarinnar fór af fullmiklum ákafa í gegnumbrot á vörn þeirra Víkara (annarra) sem einhverntíma höfðu spilað handbolta. Mig minnir að í því liði hafi þeir verið meðal annarra Kalli Gunn bróðir Kristins, Olli og Dóri Jón. Svo slösuðust nokkrir fleiri í íþróttahúsinu þarna á fyrstu dögunum sem það var opið og Pétur læknir var snöggur að gefa húsinu nafnið Slysheimar. Hann þóttist alltaf hafa lítinn skilning á þessu sprikli fólksins (kannski ég laumi hér inn sögum af því seinna).

En.... Þannig var að einhverntíma, sennilega í kringum eitthvert stórmótið í handboltanum, langaði mig afskaplega mikið að leggja stund á þetta sport. Mér þótti líklegt að ég svona eins og ég var skapaður; hávaxinn með langa handleggi, gæti hugsanlega átt einhverja von um geta eitthvað í þessari grein. Ég fór á fund Björgvins Bjarnasonar sem var formaður UMFB og fór þess á leit við hann að hann yrði mér innan handar um að koma á handboltatímum fyrir unglinga í húsinu. Svo fórum við strákarnir á fullt að leita okkur að þjálfara og að endingu fór það svo að Rögnvaldur benti okkur á mág sinn sem var frá Akureyri en hann hafði víst spilað handbolta. Þetta var Jónas Ottósson, kærasti Ingunnar Sveins. Jónas var mjög góður þjálfari. Hann lét okkur æfa af eins mikilli alvöru og hægt var miðað við að æfa einungis tvisvar í viku og keppa eiginlega ekki neitt. Ég styrktist alla vega heil ósköp í þessu og við tókum allir miklum framförum í handbolta.

Okkur tókst svo annað slagið að fá fótboltaklíkuna á Ísafirði til að keppa við okkur. Það var mesta furða hvað þeir voru viljugir að koma úteftir og spila við okkur, en þeir kunnu náttúrlega ekki mikið í handbolta því þetta voru einu skiptin sem þeir komust í snertingu við þá íþrótt.
 
Ummæli:
Mig rámar eitthvað í þetta atvik líka
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]