25. febrúar
Ég mæli eindregið með þessari dagskrá. Ég er svo lánsamur að fá að taka þátt í að flytja þessa sálma í þetta skiptið. Það eru búnar að vera þrjár góðar æfingar hjá hljómsveitinni og ég hef tekið þátt í einni og hálfri. Þessir hljóðfæraleikarar eru æðislega færir og þessi hljóðfæraskipan er virkilega spennandi. Dagskráin verður svo flutt aftur í Skálholti 8. apríl.