Tilraunavefurinn
sunnudagur, janúar 8
  Að þekkja bíl af hljóðinu
Það var annað sem ég gerði oft þegar ég var að mála húsin í Víkinni. Það var að æfa mig að þekkja bílana í bænum af hljóðinu í þeim einu saman. Það er ekki hægt að að snúa sér við í hvert sinn sem bíll ekur fram hjá, þá miðaði manni lítið með verkið. En ég lék mér að þessu; að giska í huganum á það hvaða bíl væri ekið hjá. Ég var mjög í góður í þessu. Að vísu eru ekkert svakalega margir bílar á ferðinni á venjulegum virkum degi í Bolungavík. Og svo fer maður fljótt að þekkja hver ekur hvaða leið og á hvaða tímum dagsins. Þá kemur aksturslagið líka upp um ökumennina. Fljótlega var ég farinn að þekkja bíltegundir af hljóðinu og var næstum óskeikull í þem efnum, en stundum gat ég líka vitað hver væri undir stýri.

Ég veit ekki af hverju ég hef verið að pæla í þessu. Sennileg ahef ég gert þetta til að láta mér ekki leiðast, einn allan daginn og svona. ég hef nefnilega aldrei haft nokkurn áhuga á bílum eða neinu þeim tengt. Nema þetta hafi verið áhrif úr frumbernsku. Þá þurftum við börnin á Holtastígnum að læra að forðast ákveðna bíla. Pétur Guðni ók stórum flutningabílum oft inn í götuna og var þá gjarnan að snúa þeim þar við. Það gat verið varasamt að hætta sér of nærri þá. Bjarni Jóhanns var svakalegur töffari þegar ég var smákrakki að leika mér úti á götu. Hann ók geyst á amerískum kagga og hafði hægri höndina ofan á stýrinu en hina út um gluggann og studdi sér við þakið. Ég man reyndar ekki eftir að hann hafi gert nokkurn óskunda með ökulaginu. En einu sinni keyrði Magga systir hans í veg fyrir hann á horninu við húsið heima. Mér finnst eins og ég muni rétt að Bjarni hafi þá sagt við hana: „Helvítis fíflið þitt!"

En lang, langhættulegasti ökumaðurinn í götunni var Einar gamli Guðfinnsson. Holtastígurinn var ekki lokuð gata fyrr en einhverntíma eftir 1980 þannig að meðan hún var enn opin í báða enda fór gamli maðurinn oft framhjá húsinu heima á leið heim til sín. Og okkur krökkunum var kennt að þegar hann kæmi á Fíatnum ættum við að gæta okkar sérstaklega. Einu sinni kom hann upp götuna þegar ég var að hjóla á stóra þríhjólinu, sem Bjarni móðurbróðir hafði keypt handa Atla í siglingum, varð mér svo mikið um að ég hjólaði á húsvegginn heima og slasaði mig. Ég hef verið þriggja eða fjögurra ára. Mér finnst ég muna eftir þessu, en sennilega hefur mér bara verið sagt svo oft frá þessu að mér finnst að ég muni þetta.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]