Skólastofusaga
Um daginn ákvað ég að byrja skóladaginn í 5. bekk á að bera stafrófið, sem nemendur mínir hafa verið að vinna með, saman við nótnastrenginn og hljómborðið. Í kjölfarið fór ég að fiska eftir helstu tónskáldum mannkynsögunnar. Ég var að fiska eftir Bach, því ég hafði sögu af honum sem mig langaði að segja þeim. Jæja, það komu uppástungur. Fyrst Mozart og svo gall í einum á fremsta bekk: „Heitir ekki einhver Ringo Starr?"