Tilraunavefurinn
föstudagur, desember 30
  Kringluferð og bíó
Við erum búin að hafa það svo næs heima að mér var farið að leiðast. Því stakk ég upp á Reykjavíkurferð í gær. Það hefur ekki gerst áður að ég hafi átt frumkvæði að slíkri reisu. Við fórum aðeins í Kringluna. Það var margt fólk í Kringlunni. Þegar við vorum komin þangað inn bauð ég Grétu í veðmál. Hvort yrði fyrsti maðurinn sem gæfi sig á tal við okkur Bolvíkingur, Akurnesingur eða einhver sem tengdist okkur fjölskylduböndum? Það var ekkert lagt undir en ég veðjaði á Bolvíking, Gréta á Skagamann. Og viti menn. Fyrstur til að stoppa og spjalla var maður sem ég þekkti þegar ég var strákur og kynntist svo aftur síðar í Menntó og umgengst svolítið á þeim árum. Þetta var Jón Yngvi, sem Bolvíkingar muna eftir síðan hann bjó í húsi afa míns og ömmu á Vitastíg 8 í Víkinni. Við hittum líka Hildi Karen og Mummu Lóu, Einar Harðar, Bjögga og Dögg Láru og fleira fólk.

Seinni partinn fóru Gréta, Hákon og Perla María í bíó. Þau sáu Draumalandið í Regnboganum. Við Hringur fórum til Hjöddu ömmusystur hans og Guðrúnar. Krakkarnir voru alsælir með bíóferðina. Um kvöldið bauð ég Guðrúnu með mér að sjá A little trip to heaven. Þegar ég var sestur inn í bíósalinn fór ég að rifja upp hvenær ég hafði farið í bíó seinast. ég er ekki alveg viss. ég hef farið með Hákoni á tvær til þrjár reiknimyndir þegar við bjuggu á Skaganum. En síðast þegar ég fór í bíó í Reykjavík var þegar ég fór með Grétu haustið 1999 og við sáum Ocseans elleven.

Mugison gerir tónlist við A little trip to heaven (reyndar eru lögin ekki öll eftir hann, t.d. ekki titillagið) og hefur fengið eintómt hól fyrir. Mig langaði að sjá og heyra. Mér líkaði þessi mynd bara nokkuð vel. Það þarf að sjá hana aftur til að átta sig betur á karakterunum. Það er mikil pæling í þeim og þeir eru vel útfærðir. Ég átta mig ekki alveg á því hvort aukapersónurnar eiga sér hliðstæður annars staðar, t,d, í Biblíunni. Ein aðalpersónan er bersýnilega frelsarinn. Tónlistin er ekki sjálfstætt element í sögunni, heldur hefur hún fyrst og fremst þann tilgang að magna upp ákveðna spennu og keyra myndina áfram því sagan fer ákaflega hægt af stað. En þótt myndin sé góð á hún langt í land með að toppa myndina sem nú gengur manna á milli hér í sveitinni og ber heitið Saa som i himmelen. Þar á hver einasti karakter sér hliðststæðu í guðspjöllunum. Þar er tónlistin í hlutverki nýs guðspjalls, nýs boðskapar. Þar er hörð gagnrýni á kirkjuna sem stofnun en samt er myndin bara fyndin og skemmtileg persónusaga. Sænskt snilldarverk síðan í fyrra eða hitteðfyrra. Ef þið sjáið þess mynd í búð skuluð þið endilega kaupa ykkur hana.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]