Tilraunavefurinn
mánudagur, desember 26
  Fyrsti stjórnmálapistill ársins
Sumarið 1999 var ég í Danmörku í vikutíma. Ég átti að vera viðstaddur mixeringu plötunnar okkar í Abbababb sem var gerð í stúdíóum þarna úti. En fyrst og fremst fór ég til að kynna mér aðstæðurnar og ganga frá lausum endum varðandi fluting okkar Grétu og Hákonar til Engelsholm sem voru fyrirhugaðir nokkrum vikum síðar. Mér til aðstoðar var Peder Kraack, vinur okkar Grétu, sem var að kenna í Grunnskólanum í Bolungavík veturinn á undan. Í Viborg, þar sem Peder bjó, fórum við á tónleikakrá til að hlusta á einhverja blúshunda. Þá kemur maður upp að mér og heilsar en segir svo ekkert meira, tekur sér bara stöðu þarna við hliðina á mér með ölkrús í hendi og fylgist með hljóðfæraleikurunum. Ég sé að Peder, sem er mikill frjálshyggjumaður, fer allur að iða og segir mér svo að maðurinn sem standi þarna við hliðina á mér muni verða næsti forsætisráðherra Danmerkur. Þetta var greinilega hans maður, formaður Venstre, Anders Fogh Rasmussen. Og Peder hafði rétt fyrir sér, það leið ekki ár þangað til kosið var í Danmörku og Danir breyttu til og fengu hægrimanninn úr Venstreflokknum sem forsætisráðherra. Og það hefur hann verið síðan. En nú breytist það sjálfsagt næst þegar verður kosið.

Ætli það gerist einhverntíma á Íslandi að Íslendingar breyti til og kjósi aðra til valda en þá sem hafa setið lengi á valdastóli? Já, það mun örugglega gerast einhverntíma. En það mun örugglega ekki gerast næst þegar kosið verður. Davíð sá fyrir því. Með því að færa Framsóknarflokknum forustu ríkisstjórnarinnar í tvö ár fyrir kosningar á silfurfati hefur hann komið framsóknarmönnum í þá stöðu að lítist fólki ekki á það hvernig haldið hefur verið á málum í landinu undanfarið kjörtímabil mun það kenna forystuflokknum um og ekkert þrá heitar en að fá sjálfstæðismenn aftur í forystu. Ég spái að þeir muni vinna stærsta kosningasigur í sögu lýðveldisins.

Og þá keyra þeir vagninn alveg á kaf. Það er svoleiðis með okkur, við verðum að fá okkur fullsödd áður en við föttum að eintómir mjólkurgrautar gera okkur ekki gott. Það þarf meiri fjölbreyttari úrræði og mismunandi áherslur í hugmyndafræðina. Það þarf jafnvægi í þetta eins og annað. Það er löngu tímabært að breyta til. En ég spái því sem sagt að vegna þess að Davíð gaf eftir stólinn þá hafi hann frestað þessum óumflýjanlegu breytingum um fjögur til átta ár. Þannig að sú ákvörðun hans að hætta í stjórnmálum verður sennilega sú ákvörðun á hans sjórnmálaferli sem mest áhrif mun hafa á líf fólksins í landinu.

Og einn spádómur enn: Í næstu kosningum nær Framsóknarflokkurinn þremur mönnum inn á þing. Einum hér á Suðurlandi, einum í Norð-austur kjördæmi og einum í Kraganum. Hann mun ekki þurrkast út (eins og væri náttúrulega eðlilegast), bara næstum því.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]