Tilraunavefurinn
mánudagur, september 5
  Kópavogur hopp, stopp & Mandólínsveit Suðurlands
Nú var ég að koma heim úr fyrsta tímanum í námskeiði forledra þeirra nemenda í Tónlistarskóla Árnesinga sem eru að læra á fiðlu eftir móðurmálsaðferð Zuzuki. Ég lærði fyrsta lagið, en það heitir Kópavogur hopp, stopp. Það er raunar tilbrigði við hið alkunna lag A,b,c,d. Það lag kunni ég nú reyndar fyrir. En ég er búinn að læra að halda á fiðluboga og á fiðlu. Svo hef ég verið að læra æfingar til að þjálfa takið á boganum. Það er svo heppilegt að fiðlan er stillt á nákvæmlega sama hátt og mandólín og það hef ég spilað á árum saman. Þannig að ég kannast við mig á fiðlubrettinu þótt tökin séu mikið frábrugðin mandólíntökunum.

Það er kennari við Tónlistarskólann sem spilar á allan fjandann. Hann heitir Hjörtur og kennir á klarinett, flautur og gítar. Ég kynntist honum lítillega sl. vetur þegar við vorum saman í hljómsveit sem var að spila undir hjá Kammerkórnum. Þessi kennari spilar meðal annars á mandólín. Hann sýndi hljóðfærinu mínu mikinn áhuga (enda er það prýðishljóðfæri) Hann kom með þá hugmynd að stofna Mandólínsveit Suðurlands; að hóa saman öllum Sunnlendingum sem vald hafa á mandólíni og spila svo allir saman; bara svona eins og fólk í harmóníkufélagi. Finnst ykkur þetta geggjuð hugmynd? Ég sé þetta alveg fyrir mér: 15 karlar á ýmsum aldri og tvær fullorðnar kerlingar sitja í hálfhring í skólastofu, skipa sér í lið: 1 rödd, 2. rödd og hljómadeildin og svo lesa menn sig í gegnum ítölsk þjóðlög og ungverska polka í einni allsherjar harmóníu. Klukkan hálftíu er svo tepása þar sem menn færa sig feimnislega á tal hver við annan og spyrja hvar þeir hafi komist yfir svona fallegt hljóðfæri, hvað raftengdi pick-up-inn hafi kostað og einn í hópnum segist hafa farið á námskeið fyrir mandólínleikara í Genóa á Ítalíu í fyrrasumar. Þetta er æði.
 
Ummæli:
Svo þú kannt á mandólín. Það er mjög áhugavert. Ég er að fara læra á það og er búin að safna fyrir mandólín en vantar kennara. Getur þú kennt? Þeir kennarar sem ég hef fundið búa allir fyrir norðan en þar sem ég bý á Reykjavíkursvæðinu og er ekki nógu og gömul til þess að keyra þó er það vandamál. Ef þú sérð þetta: vinsamlegast sendu mér póst. aldamsn@hotmail.com
ALDA
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]