Horft á fótbolta
Ég reyndi að fylgjast með leik Vals og ÍBV á Sýn í gær. Ég beið náttúrulega spenntur eftir 80. mínútu, því þá kemur Danni frændi minn yfirleitt inn á hjá Val. Ég hef nú hálfpartinn vorkennt stráknum í sumar. Hann var veikur þegar fyrsti leikur tímabilsins fór fram og gat því ekki leikið. Þá lék Valsliðið vel og hefur leikið nokkuð vel í allt sumar og þá sérstaklega þeir leikmenn sem leika í sömu stöðu og hann. Hann hefur því þurft að sitja á bekknum í allt sumar og varla getað gert tilkall í liðið miðað við hvernig þeir hafa spilað þessir framherjar. En í gær átti hann að fá tækifæri. Það var ekkert að gerast allan seinni hálfleikinn. Ég botnaði ekkert í Willum.
En úrslitin voru náttúrulega vonbrigði fyrir Bjögga vin minn og aðra Þróttara, því nú er ljóst að Þróttur er fallinn.