útvarpið i bilnum
Í dag skrapp ég í búðina um hálfsexleytið og þegar ég ók heim á leið var Víðsjá í umsjón Eiríks, sem minnst var á hérna fyrr í vikunni. Hann er mikill áhugamaður um bókmenntir, er raunar bókmenntafræðingur, og þegar hann fjallar um bókmenntir í þættinum gerir hann það af svo einlægum áhuga að hlustendur geta ekki annað en haft gaman af. Í dag var Einar Már Guðmundsson í viðtali hjá Eiríki og þeir ræddu um nýútkomið Bítlaávarp Einars Más. Þar er víst kominn á kreik söguhetjan úr Riddurum hringstigans og Vængjaslættinum og því öllu. Hét hann ekki Jóhann Pétursson? Í upphafi Riddaranna kynnir hann sig til sögunnar með klaufhamar föður síns í hendi, nýbúinn að lemja með honum Óla vin sinn í hausinn. Let´s spend the night together með Stones kom við sögu í kaflanum sem hann las upp. Ég var sem sagt að hlusta á þetta í dag og tókst á meðan að aka allar götur og vegaslóða í Reykholti tvisvar sinnum.