Skyr með rjóma & menning
Í Grímsnesinu verður sviðaveislan á morgun og í eftirrétt fá gestir skyr með rjóma og svo tónleika með Johnny Money í ábæti. Mig langar nú svolítið til þess að skella mér er ég kann ekki við að fara einn þar sem ég þekki eiginlega engan í Grímsnesinu. Hefði verið tl í að fara með fleira fólki en það var lítil stemmning fyrir því á kennarastofunni.
Í kvöld er svo léttmenningarkvöld á Klettinum (veitingahúsið hérna í Reykholti). Ætli ég mæti ekki þangað og prófi í fyrsta sinn að blanda geðí við Tungnamenn á mannamóti.
Annars er ástandið á vefrúntinum mínum frekar slæmt. Kristján Jóns er með ritstíflu og lítið að gerast í fótboltanum.