Plötuskápur Atla
Plöturnar hans Atla var stundum hægt að læðast í. Hann er 4 árum eldri en ég og var farinn að eignast plötur aðeins á undan mér. Það var reyndar ekki sjálfsagt mál af hans hálfu að leyfa litla bróður að hlusta. Hann hefur alla tíð farið vel með dótið sitt og gengið betur um en ég og verið frekar laus við umburðarlyndi í þeim efnum að deila með litla bróður eigum sínum eða tíma. En við höfum nú lagast báðir tveir. Hann er ekki eins leiðinlegur og hann var og ég kurteisari og tillitsamari núorðið.
Í safni Atla var þetta sem heillaði mig:
Dire Straits, Brother in arms
Bruce SPRINGSTEEN, Made in USA
Bubbi, Frelsi til sölu
Friðryk á samnefndri kasettu
Susie Quatro, líka á kasettu
The Rembrants
Baraflokkurinn, þar var lagið eftir hann Baldvin, sem seinna kokkaði ofan í mig í Kennó, I don´t like your style.