Miðlunartillagan
Hvað er verið að reyna að segja manni með þessu?
Skv. tillögunni mun ég:
- Fá 130.000 krónu bætur fyrir að hafa verið „samningslaus" og án launahækkunar frá því í janúar sl.
- fá kauphækkun upp á rúmar 9.000 kr.
- Missa ákveðin laun fyrir ábyrgð sem skólastjórinn var búinn að fela mér.
- Skríða yfir 200 þúsund krónu þröskuldinn á næsta skólaári.
- Fá 213 þúsund í laun á mánuði í ársbyrjun árið 2008.
Árið 2008 verð ég 35 ára og mun hafa starfað í faginu í 10 og 1/2 ár. Séu árin í KHÍ talin með verða þau 13 og 1/2.
Er starf mitt ekki meira virði?