Tilraunavefurinn
þriðjudagur, nóvember 9
  Meira um útvarpið og minnið
Að hlusta á útvarpið við störf hefur merkileg áhrif á minnið. Þegar ég var að læra sálarfræði, kennslufræði (m.a. námsmatsfræði) í Kennaraháskólanum las ég um það sem ég var fyrir löngu búinn að reyna á sjálfum mér. Um að það hjálpi til að læra alltaf við sömu aðstæðurnar því minnið geti þannig kallað fram þekkingu sem er til staðar fyrir vegna þess að við þær sömu aðstæður hafi hennar fyrst verið aflað. Heimnám fari sem sagt fram á sama stað. Próf verði tekin í skólustofu nemendanna sem taka prófið o.s.frv.

Sem dæmi um að ég hafi verið búinn að uppgötva þetta sjálfur vil ég nefna að þegar ég sé dúfu verður mér ósjálfrátt hugsað til þessarar sögu Einars Más, til upplesturs hans, til hússins sem ég var að mála þegar ég var að hlusta á þennan upplestur, mér verður hugsað til pabba í vinnugallanum, til fólksins sem vann þarna í húsunum í kring, til þess sem við feðgarnir vorum að ræða dags daglega þetta sumarið. Ég hugsa um bláa litinn á þakinu, litinn framan á lærunum á buxunum mínum þetta sumarið. Og ég man að þegar lestur sögunnar byrjaði í útvarpinu var ég að mála ytri helminginn á þaki nýju byggingarinnar á Björgunarsveitarhúsinu en pabbi var hinu megin. Við máluðum frá Hafnargötunni og að sjónum. Ég málaði sem sagt hægra megin við mig en pabbi vinstra megin við sig.

Ég hugsa líka til annars sem ég heyrði í útvarpinu þarna þegar við vorum að mála þetta tiltekna hús. Ég man eftir að hafa verið einn að vinna þarna rétt eftir hádegið á föstudegi og útvarpsþulurinn Ragnheiður Ásta Pétursdóttir kynnti óvænt að nú yrðu leikin lög af plötunni Götuskór með Spilverki þjóðanna, en sú plata var einmitt í sérstöku uppáhaldi hjá mér um þetta leyti enda nýkomin út aftur á CD. Það var óvenjulegt að heyra þannig tónlist á Rás 1 á þessum tíma dags. Ég var að mála sökkulinn á gamla húsinu, krjúpandi á hnjánum í skotinu innan við innganginn. Það var sól og blíða.

Ég man að hafa verið að mála glugga að neðanverðu seinni part dags og Kristinn R. Ólafsson kom í viðtal en að þessu sinni var hann ekki í Madrid heldur í Reykjavík. þar hafði hann ekki stoppað svo lengi í fjölda ára. Umræðuefnið var íslanska tungan. Honum fannst málfari hafa farið aftur en var þó feginn því að ekki væri eins áberandi að fólk notaði endinguna -ingu á kvenkynsorð í eignarfalli eins og honum hafði fundist vera lenska þegar hann hafði verið á Íslandi síðast, sbr. „ég er að fara til kerlingu" í stað kerlingar. Og þennan sama dag dó bandaríski kvikmyndaleikarinn Dean Martin og fólki gafst færi á að hringja inn og ræða um hann. Ég man að íþróttafréttamaðurinn og grallarinn Arnar Björnsson hringdi í þáttinn eins og hver annar hlustandi og sagði að Dean Martin væri ekki dáinn - hann væri við hestaheilsu og léki fótbolta með KA. Aðalkarlinn í Greatful death dó líka á meðan ég málaði hús Björgunarsveitarinnar og Þorsteinn G. Gunnarsson kom í spjall vegna þess og talaði um þessa hljómsveit sem ég þekkti ekki neitt og þekki lítið betur nú.
 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]