Krakkarnir í skólanum, Hringur i dagvistun
Nú er Gréta að vinna eftir hádegi 4 daga vikunnar. Í dag kom Hákon til mín eftir skóla og sat hjá mér og ýmist lék sér eða sinnti heimanáminu í skólastofu 4. bekkjar þar sem ég hef verið að vinna í dag. Klukkan 5 sótti ég svo Perlu Maríu í leikskólann og tók hana með mér í stofuna til okkar Hákonar. Hún hefur verið að lita og leikið sér í LEGO. gréta og Hringur hafa þá getað verið ein saman smástund.
Hringur hefur verið í dagvistun þrjá daga í þessari viku. Hún hefur gengið illa. Hann er búinn að grenja og öskra á dagmömmuna. Það tekur alltaf tíma að aðlaðast nýjum aðstæðum og lítil börn eru viðkvæm fyrir breytingum eins og allir þekkja. En við höfum haft af þessu verulegar áhyggjur. Ég bara vona svo innilega að þetta fari allt vel.