Að hlusta á útvarpið með öllum líkamanum
Langar blogg-færslur les maður ekki. Þess vegna ætla ég að skipta því í nokkra kafla semég skrifaði í einhverju skrifæði í gærkvöldi. Svona byrjar það:
Einhverntíma heyrði ég Valgeir Guðjónsson tala um gamla daga og hann lýsti þeim á þann veg að þá hefðu menn hlustað á útvarp með öllum líkamanum. Mér verður stundum hugsað til þessara orða Valgeirs þegar ég ek ekki rakleiðis heim heldur tek aukarúnt um hverfið vegna þess að mig langar að klára að hlusta á útvarpsþáttinn sem er í gangi. Þetta kemur stundum fyrir. Það er hvergi eins gott næði til að hlusta á útvarpið eins og í bílnum. Ég hækka stundum vel í græjunum og nýt þess alveg í botn að hlusta á fólk tala um menn og málefni. Langmest hlusta ég á Rás 2 en uppáhaldsþættirnir eru margir á Rás 1 og ég stilli oft á Rás 1.
Ég hef tekið ákvörðun um nýtt þema sem mun vara í nokkra daga.
Þemað er: Ég að hlusta á útvarpið.
Megináherslan verður á minni mitt og hvernig ég tengi ýmislegt sem ég hef framkvæmt við það sem ég heyrði í úvarpinu á meðan á framkvæmdinni stóð.
Fyrsta færsla síðar í dag.