Enn og aftur um miðdegissöguna sumarið 1995
Ekki kveikti Þorsteinn G. í mér áhuga á Greatful Death en hins vegar tók við hjá mér mikið Einars Más æði. Ég las allt eftir hann og hef síðan með árunum eignast margar sögurnar hans og ljóðasafnið hans .Hljóðbók á ég eftir hann, geisladisk þar sem hann les ljóð sín við undirleik fusionspuna valinkunnra hljóðfæraleikara. Að þessu viðbættu hef ég svo notið þeirra forréttinda að kenna unglingum ískensku í grunnskóla og farið í gegnum Engla alheimsins með fjórum 10. bekkjum, Riddara hringstigans með 2 áttundu bekkjum auk þess sem ljóð Einars Más hafa margsinnis lent á kennsluáætlun hjá mér og ratað í ljóðasöfn handa nemendum, í ritgerðir þeirra og á tússtöflur kennslustofanna.