Bláskógatíðindi - veikindi og frændfólkið í sveitinni
Hringur er búinn að vera með einhvern fjanda í hálsinum, eyrunum, nefinu og öndunarveginum. Hægt gengur að fá bata og í dag fórum við með hann í þriðju heimskóknina til Gylfa læknis í Laugarási. Nú bætti Gylfi í og bætti innöndunarpústi við meðalapakkann sem auminginn litli hefur verið að taka inn síðusta daga og vikur. Svo leit hann á Perlu Maríu sem er búin að vera að hósta sl. nætur. Hún kemur til með að ná sér, mun fá mixtúru af risaskammti bróður síns og þá mun hún víst öll braggast á skömmum tíma. Þá hefur Gréta verið drulluslöpp en er að hressast. Það er vonandi að við Hákon sleppum í þetta skiptið.
Við hittum frænku Grétu á Heilsugæslustöðunni í Laugarási í dag. Það er hún María Karmen sem er búsett á Laugarvatni þar sem hún er nemi í Kennaraháskólanum. Þær Gréta eru systkinabörn. Hún virtist vera ánægð með lífið og var barasta hress. Það eru töggur í henni. Við eigum eflaust eftir að hitta hana einhverntíma aftur í bráð.
Svo fékk ég þær fréttir í apótekinu að Halli Guðfinns sé kominn heim til vetursetu. Ég verð að gera mér ferð upp í Miðhús og heilsa upp á hann sem allra fyrst.