Tilraunavefurinn
þriðjudagur, október 5
  Áróður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vinna miklir áróðursmeistarar. Þeir hafa undanfarnar vikur dregið fram í dagsljósið hinar og þessar fullyrðingar um skólastarf og kennarastéttina, þar sem aldrei er nú sögð meira en hálf sagan. Þetta á allt að vera í þeim tilgangi að gera málflutning Félags grunnskólakennara í yfirstandandi kjaradeilu tortryggilegan. Nýjasta nýtt úr áróðursdeildinni er þetta:

„Stöðugildum kennara fjölgaði um 28,3% og stöðugildum annarra starfsmanna fjölgaði um 53,4% frá árinu 1998 til ársins 2003 á sama tíma og nemendum fjölgaði einungis um 5,6%.”

Þetta hefur náttúrulega ratað í fréttatíma RÚV.

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is, er þessu bætt við: „Verður að ætla að þessi mikla fjölgun kennara og annars starfsfólks hafi haft jákvæð mótvægisáhrif vegna sívaxandi álags starfsfólks sem fyrir var í skólunum og oft hefur verið nefnt í fjölmiðlaumræðu undanfarið í tengslum við kjarabaráttu grunnskólakennar."

Já, það er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að vera kennari, þess vegna þarf nú varla að vera að bæta kjör þeirra. Ha!

Það sem hér er ekki sagt er að augljóst samband er á milli aukningu stöðugilda og byggðarþróunar í landinu. Nemendurnir í 3. bekk í plássi á Vestfjörðum1998 þurftu einn umsjónarkennara þá þegar þeir voru 20 talsins. Þeir þurfa enn einn umsjónarkennara í 9. bekk 2004. Þá eru þeir ekki nema 14. Þetta hefur gerst í flestum byggðarlögum á landsbyggðinni. Nemendum í skólunum fækkar. Fólkinu fjölgar hins vegar á höfðuðborgarsvæðinu og þar þarf að byggja nýja skóla (ætli það sé ekki byggður nýr skóli á hverju hausti). Í þessa skóla þarf starfsfólk. Þetta segir sig náttúrulega sjálft.

En áróðursmeistararnir græða ekkert á því að segja meira en hálfan sannleikann. Þannig eru stjórnmál nútímans. Og það þarf maður að hafa í huga þegar maður tekur við upplýsingum úr fjölmiðlunum.


 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]