Tíðindi/engin tíðindi
Þá er fjölskyldan komin í Reykholt. En við erum ekki farin ða koma okkur fyrir í nýja húsinu þar sem enn er verið að vinan í því. Því var okkur komið fyrir í félagsrými sem eldri borgarar hafa notað á veturna. Það fer svo sem sæmilega um okkur en þetta er nú ekki alveg eins og best væri á kosið. Er frekar þreytandi til lengdar. En fólkið sem við höfum hitt í sveitinni er ákaflega vingjarnlegt og við hlökkum til að verða þátttakendur í þessu samfélagi.
Nú erum við á Selfossi í heimsókn. En þar sem við búum nú er hvorki tenging fyrir síma né sjónvarp. Þannig að maður er eiginlega utan við allt sem er að gerast. Eru annars ekki að byrja Ólympíuleikar?
Krakkarnir hafa það ágætt. Við höfum verið dugleg að vera úti og farið mikið í sund. Svo höfum við keyrt um alla sýsluna til að átta okkur á svæðinu. Hákon fór í útilegu með Bensa frænda sínum yfir helgina - alsæll.
Næsta bloggfærsla eftir langan tíma!
Bless, Kalli