Óbreytt ástand
Hér hefur lítið gerst í byggingu hússins sem fjölskyldan bíður eftir að geta flutt inn í.
Í gær var verið að flísaleggja. Þá á eftir að leggja plastparket og mála umferð nr. 2. Næstu daga verður svo gengið frá rafmagninu, ofnum, bílskúrsgólfinu, hurðum, innréttingum, vöskum, klósetti og baði. Þá verður þetta nú að verða klárt. Hvað ætli þetta taki langan tíma?
Mér hefur erið lofað því að ég geti flutt inn um helginu. Hann lofaði mér því verktakinn. Ég trúi ekki orði af því sem hann segir og er
ekki farinn að hlakka til enn.
Annars er ég mættur til vinnu og líst barasta ágætlega á mig á nýjum stað.