Tilraunavefurinn
fimmtudagur, apríl 8
  Skák #3
Það er löng færsla þetta skiptið!

Ég er ekki mikill keppnismaður. Hef ekki skapið sem menn þurfa að hafa til að ná langt í íþróttum. Ég spila eftir reglunum, særi engan og er til friðs innan vallar og utan. Það er ekki rétta hugarfarið til árangurs og hefur aldrei skilað mér neinu. Einu sinni svindlaði ég þó í skák. Ég veit ekki af hverju ég man eftir því atviki. Það getur verið að samviskubitið nagi mig. Ég hélt ég væri að tefla við upprennandi snilling en komst að því, sjálfum mér til skelfingar, að ég var líklega lélegasti skákmaðurinn sem nokkurntíma hafði teflt í Bolungavík.

Eins og áður hefur verið greint frá var stundum teflt heima hjá Halla Pé. Þá sat annar lelikmaðurinn yfirleitt í langa, bláa sófanum í sjónvarpsherberginu, taflið var á sófaborðinu og andstæðingurinn sat á alveg sérstakri pullu handan borðsins. Við þetta sama borð var líka spilað rommí í gríð og erg og á tímabili Sinclair Spectrum tölvuleikurinn (meira um það síðar kannski).

Einhverju sinni þegar við Halli höfðum verið að tefla, við höfum verið svona 13-14 ára, kemur litli frændi Halla í heimsókn. Hann heitir Kristján og er Jónsson. Kristján leit upp til Halla frænda. Það gerðu reyndar allir púkarnir sem umgengust okkur, enda var Halli mikill íþróttamaður og stóð sig sérstaklega vel í fótbolta og á skíðum. Og hann var líka ágætur í skák. Nú, ég bíð Kristjáni litla náttúrulega í skák. Þarna hlaut að vera kominn andstæðingur sem ég gæti unnið. Hann er fjórum árum yngri en ég, hefur verið innan við tíu ára aldur þegar þetta var.

Það er ekki liðið langt á skákina þegar ég finn að strákurinn kann miklu meira en ég í skák. Það dregur úr áhuga mínum á leiknum og ég hálfskammast mín fyrir að vera svona ægilega vitlaus að geta ekki haft þennan smástrák undir. Ég fer að veita andstæðingi mínum athygli. Hann er gríðarlega einbeittur á svipinn, skynjar líklega kunnáttuleysi mitt, en trúir sjálfsagt ekki að svona stór strákur geti verið þetta lélegur í skák. Hann er svo einbeittur að hann er meira að segja hættur að aðgæta hvort Halli frændi sé ekki örugglega að fylgjast með skákinni og því hvernig hann er að ná yfirhöndinni.

Til að reyna að bjarga andlitinu og gera gott úr þessari vandræðalegu stöðu sem ég er kominn í ákveð ég að gera tiltraun á guttanum og prófa að svindla á honum. Mér dettur ekki annað í hug en að svona undrabarn í skák taki strax eftir því þegar andstæðingurinn hættir að leika eftir reglum leiksins. En Kristján litli er svo einbeittur að leikfléttum sínum að hann tekur ekkert eftir því þótt skyndilega hafi ég báða biskupana á hvítum reit og leiki riddara þvert yfir borðið. Og það er sama hversu stórtækur ég gerist í svindlinu í þeim eina tilgangi að koma upp um mig, ekki tekur Kristján eftir neinu. Hann er þá ekki eins ofsalega klár og ég var farinn að halda að hann væri - það er bara ég sem er svona rosalega vitlaus!

Stundum skilur Kitti litli reyndar ekkert í stöðunni sem komin er upp á borðinu, klórar sér í höfðinu og setur upp svip sem aðeins getur verið á þessu eina andliti: Svipinn Eitthvað er nú bogið við þetta! Ég les hugsanir hans: Hvers vegna í ósköpunum hlær Halli frændi sínum skræka rómi að stöðunni á borðinu? Hafði Halli komið auga á sigurmöguleika sem hann sjálfur hafði misst af? Eitthvað er nú bogið við þetta!

Það er langt liðið á daginn þegar strákurinn loksins þorir að láta sér detta í hug að ég hafi verið að spila með hann.

Ég skil vel, eftir að hafa rifjað þetta svona vel upp, að samviskubitið hafi nagað mig öll þessi ár. Ekki nóg með að ég hafi ekki leyft stráknum að njóta yfirburðanna og rænt hann sigurgleðinni, heldur hafði ég líka leikið mér að sakleysi barnsins. Það var ekki fallega gert.

Kalli

 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]