Tilraunavefurinn
laugardagur, apríl 3
  ANOTHER ONE BITES THE DUST
John Deacon, bassaleikari hljómsveitarinnar Queen var eitt fyrsta tónskáldið sem ég kynntist í Tónlistarskóla Bolungavíkur. Og það var klerkurinn í plássinu, hinn rómaði sellóleikari, Sr. Gunnar Björnsson, sem stóð fyrir þeirri kynningu.

Ég og æskuvinur minn, Pétur Pétursson, vorum einhverju sinni að rifja upp námið okkar í Tónlistarskólanum í Bolungavík. Þá mundum við eftir þessu frábæra atviki.

Við lærðum á blokkflautur hjá Önnu Kjartansdóttur og svo fór Pétur á klarinett hjá Óla málara og ég á píanó hjá Óla líka. Seinna lærðum við hjá Davíð Ólafs, ég á trompet og Pétur áfram á klarinettið. Okkur leiddist þetta á seinni stigum. Fyrst var gaman, það var þegar við vorum enn á blokkflautunni. Þá voru hóptímar og mikið stuð.

Þáttur í náminu var tónfræði. Þegar við vorum átta ára fór sú kennsla fram í Þróttarhúsinu, sem svo er kallað. Það hús átti trésmiðjan Þróttur (Daddi & Siggi Elí) og í kjallaranum voru þeir með verkstæði. Efri hæðina leigðu þeir bænum og var hún á þessum árum notuð undir hluta kennslurýmis Tónlistarskólans. Séra Gunnar kenndi tónfræðina.

Við Pétur fórum að rifja upp ýmislegt sem við mundum eftir úr þessum tónfræðitímum með séra Gunnari. Við mundum eftir því að hann var að kenna okkur að telja taktinn. Ein aðferðin sem hann notaði var að ganga um allt húsið leikandi á gítar og við vorum í einni halarófu á eftir honum og stöppuðum taktinn í hverju skrefi og sungum með, lög eins og Gamla Nóa (2/4) og Í Bolungavíkinni (3/4). Þetta var mikið stuð. Þarna voum við Pétur einu strákarnir og svo voru þarna Gunna Jóna, Birgitta, Ragnhildur, Helga Svandís, Ragna Lilja og einhverjar fleiri stelpur á okkar aldri.

Annað sem sr. Gunnar gerði og mér finnst algjör snilld var að reyna að finna efni við okkar hæfi. Hann hefur alveg örugglega ekki undirbúið þessar kennslustundir, heldur treyst á að detta eitthvað sniðugt í hug á staðnum. Þegar komið var að hinni algengu taktskiptingu 4/4 byrjaði hann á að klappa taktinn og fá okkur með sér í það. Svo stappaði hann líka niður fótunum og við hermdum eftir. Svo fór hann að syngja:

Are you ready hey are you ready for this?
Are you hanging on the edge of your seat?
Out of the doorway the bullets rip
To the sound of the beat yeah!!!!!

Þá söng hann bassalínuna:
dara da da da, dara, da da da da daaa
dara da da da, dara, da da da da daaa

Og svo:

Another one bites the dust
Another one bites the dust
And another one gone and another one gone
Another one bites the dust
Hey I'm gonna get you too
Another one bites the dust

dara da da da, dara, da da da da daaa
dara da da da, dara, da da da da daaa!!!!!!


Með kveðju,
Kalli

 
Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]