Það eiga ekki allir gleðileg jól
Síðan í gærmorgun hefur hugurinn leitað til góðs fólks sem ég þekki sáralítið en kynntist svolítið þegar ég bjó á Akureyri í gegnum starf mitt í Naustaskóla og í gegnum foreldrasamfélagið í árgangi Hákonar míns í Lundarskóla. Það missti drenginn sinn í bílslysi fyrir 3 dögum, 18 ára frískan, góðhjartaðan og skemmtilegan pilt. Ég held að hann hafi átt kærustu og ég hugsa líka til þess hve hún á erfitt núna. Þetta fólk mun ekki eiga gleðileg jól. Það er útilokað.