Tilraunavefurinn
sunnudagur, október 26
  Framhaldssagan, lokakaflinn
Mig langar að gera aðra plötu. Mig langar að spila miklu oftar. Mig langar að vinna þetta meira í samstarfi við aðra listamenn. En mig langar líka að búa og starfa í sveit. Það gerir þetta svolítið flókið.
 
þriðjudagur, október 21
  Framhaldssagan um plötuútgáfuna og allt sem því stússi fylgdi, 8. kafli
Viðbrögðin við tónlist minni hafa verið margs konar. Ég hef fengið jákvæð viðbrögð. Ég söng tvö lög inn á plötu fyrir aðra listamenn, upptökustjórar hafa falast eftir samstarfi við mig og fjöldi hljóðfæraleikara sömuleiðis. Ókunnugt fólk sem mætt hefur á tónleika hefur verið létt að gleðja því enginn mætir með væntingar og flestir verða hissa á gæðunum og geta ekki leynt því. Það býst engin við alvöru stöffi frá gömlum og feitum landsbyggðarlúða eins og mér. Þannig fordómum hef ég margsinnis mætt. Líka frá útvarpsfólki. Sumir hafa ekki gefið mér séns fyrr en einhver kollegi þeirra hefur sagt þeim að þetta væri alvörumúsík og vel gerð.

Ég hef líka, og það þykir mér stórmerkilgt, mætt svolitlum hroka hjá öðrum tónlistarmönnum sem eru að fást við svipaða tónlist og er á plötunni minni og ég hef verið að leika á tónleikum. En ég sé í gegnum það. Þetta er einfaldlega öfund.

Ég hef tekið þátt í sameiginlegum tónleikum þar sem mér hefur tekist betur en flestum hinna listamannanna að hrífa áhorfendur. Þá skynja ég einhverskonar tortryggni meðal kolleganna í minn garð. Ég finn fyrir öfund þeirra í minn garð vegna þess hve textarnir mínir eru góðir og hversu laginn ég er að ná til áheyrenda á tónleikum. En þar fattar fólk ekki að ég er alls enginn byrjandi í faginu þótt það þekki mig fáir og ég hafi litla reynslu af því að flytja mína eigin tónlist og texta. Reynslan af pöbbnum er mikils virði og sömuleiðis kennslureynslan, kórstarfið, sveitaböllin og allt hitt, stórt og smátt. Ég er með mikla og fjölþætta reynslu af því að koma fram fyrir fólk.

Þeir sem hafa unnið með mér hafa aftur á móti komið afar fallega fram við mig og tekið mér fagnandi inn í bransann. Og auðvitað hef ég líka orðið var við hið mikla bræðralag sem einkennir bransann. Hrokaliðið er færra og það er yfirleitt bara fólk úr neðri deildunum, ef svo má segja.

 
sunnudagur, október 19
  Um plötuna og það allt, 7. kafli
Eitt það skemmtilegasta í framhaldinu var útgerð hljómsveitarinnar sem spilaði með mér á tónleikum. Hún var svo vel mönnuð að þar leiddi ég saman tónlistarmenn sem enn starfa saman og hafa haldið tónleika og voru að koma úr hljóðverstörn um liðna helgi. Sumir þeirra hafa svo starfað meira með mér og allir hafa þeir boðist til að leggja mér lið í næstu verkefnum. Það er ákaflega gefandi að starfa með góðu listafólki. Ég hef notið þess.

 
föstudagur, október 17
  Framhaldssagan um gerð plötunnar minnar og eftirfylgni útgáfunnar, 6. kafli
Eftir að platan kom út tók við kynning, tónleikahald og dreifing. Allt mjög lærdómsríkt og varðað mistökum og amatörhætti. Á því sviði hefði ég þurft á hjálp fagfólks að halda eins og ég naut þekkingar og reynslu Orra í stúdíóinu. En tónleikahaldið gekk ljómandi vel og platan seldist eins vel og ég hafði vonast eftir að hún gerði, ef ekki bara mun betur. Ein mistökin sem ég gerði var að senda plötuna ekki til þeirra sem tilnefna til íslensku tónlistarverðlaunanna. Ég tel að ég hefði verðskuldað tilnefningu fyrir textana og Orri fyrir upptökustjórn. Tilnefningar hefðu vakið athygli á plötunni og líklega selt einhverja tugi platna. En platan fékk ágæta kynningu í útvarpinu. Flestir sem fjalla um tónlist á rásum Rúv spiluðu eitthvað af plötunni og nokkrir tóku við mig viðtal. Eitt lagið var spilað oft og annað var lengi í spilun á Léttbylgjunni. Það er ekki einfalt mál að koma lagi að þar. Blöðin lofuðu plötuna í plötudómum og einhverja athygli vakti ég sem söngvari og höfundur.

 
mánudagur, október 13
  Framhaldssagan, kafli 5
Um haustið fór ég að kenna tónmennt við Naustaskóla, nýjan skóla á Akureyri. Þá var ég í betri aðstöðu til að kalla fólk til samstarfs við mig. Ég gerði hljómsveit með kórstjóranum, skólastjóra tónlistarskólans, bassaleikara bæjarins og gítarkennaranum. Ég bókaði aðaltónleikastaðinn og undirbjó æfingarnar vel og við æfðum töluvert. Við bættum fiðluleikara í hópinn og tveimur söngkonum. Tónleikarnir lukkuðust ágætlega. Ég tók þá upp.

Strax eftir þessa tónleika fór ég að gæla við það að gera plötu og þegar Orri hvatti mig til þess var ég viss um að ég hefði efni sem væri nógu gott því hann er mjög vandfýsinn og hann myndi aldrei hvetja nokkurn til plötugerðar sem hefði ekki efnivið í góða plötu.

 
sunnudagur, október 12
  Framhaldssaga, kafli 4
Næsta skref var að semja fleiri lög og texta. Þau létu ekki á sér standa á næstu mánuðum. Nett spor, Tíðindi, Leit og Algyði eru allt lög frá þessum tíma og þau enduðu á plötunni. Þá tók ég fram hugmyndir að lögum úr skúffunni og dustaði af þeim rykið. Þær humyndir urðu að lögunum Blús um bið og Blíðan besta sem einnig rötuðu á plötuna. Ég samdi fleiri lög á þessum tíma, en aðeins þessi fóru á plötuna.

Um sumarið hvatti Inga Vagnsdóttir, vinkona foreldra minna og okkar allra á Holtastígnum í Bolungavík, mig til að halda tónleika heima hjá henni. Það gerði ég og undir þeim kringumstæðum leið mér miklu betur heldur en á stóra sviðinu á tónlistarhátíðinni. Bara ég og gítar. Það gekk mjög vel. Margt fólk kom og hlustaði.

 
laugardagur, október 11
  Framhaldssaga, 3. kafli
Ég hafði búið á Akureyri í aðeins nokkra mánuði og hafði ekki kynnst mörgum tónlistarmönnum þar svo ég var ekki í stöðu til að setja saman hljómsveit þar til að spila með mér á hátíðinni. Því ákvað ég að fá bara til liðs við mig hljóðfæraleikara sem væru að spila á hátíðinni hvort sem væri. Ég væri þá ekki að íþyngja tónleikahöldurunum með kostnaði vegna flutnings á fólki á mínum vegum. Kristján Freyr og Geiri úr Reykjavík! spiluðu með mér ásamt Venna vini mínum úr Kraftlyftingu og Davíð Þór úr Mugison. Í stað æfinga tók ég lögin upp og spilaði inn öll hljóðfæri í þeim útsetningum sem ég taldi hæfa og sendi hljómsveitinni með tölvupósti ásamt nákvæmri hljómagrind eins og ég hafði sjálfur fengið að kynnast hjá Megasi. Svo æfði ég einu sinni með 3/5 úr bandinu og einu sinni með 4/5 og svo var bara spilað. Útkoman var fín. Bandið var fínt, en ég fann samt vel að þessi rokktónleikaumgjörð hæfði hvorki mér né tónlistinni. En það var búið að vekja hjá mér áhuga fyrir því að semja lög og texta og flytja fyrir fólk. Mér fannst ég eiga erindi.

 
föstudagur, október 10
  Framhalssaga, kafli 2
Allt ferlið við að búa plötuna til var gríðarlega lærdómsríkt. Það má eiginlega segja að það hafi hafist þegar Kristján Freyr og Öddi frændi báðu mig um að koma á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður fyrir páskana árið 2009. Þá fannst þeim þá vanta atriði frá Vestfirðingi. Öddi vissi að ég hafði verið að æfa mig í upptökum á tölvu og notað til þess lög sem ég samdi sjálfur. En það var samt Kristján sem hringdi í mig og bað mig um þetta þannig að ég hélt fyrst að hann væri að biðja mig um að stjórna einhverskonar djammi eða pöbbaspileríi með tónlistarfólkinu á svæðinu. Hann þekkti til mín í þannig hlutverki og hafði verið með mér í þvílíkum giggum. En hann vildi bara að ég kæmi með band og spilaði frumsamið efni. 
miðvikudagur, október 8
  Framhaldssaga, kafli 1
Í apríl sl. skrifaði ég hjá mér pælingar og endurminningar um gerð hljómplötunnar sem ég vann með öðrum 2010-2011. Þau skrif ætla ég að birta hér í bútum.

Það byrjar svona:Síðastliðinn laugardag, á 91 árs afmælisdegi Gunnu Jóns, ömmu minnar, voru þrjú ár liðin frá því platan Héðan í frá kom út. Plötuna vann ég á Akureyri með vini mínum Orra Harðarsyni.  Það er eitthvert besta samstarf sem ég hef tekið þátt í hingað til. Ég held að lykill að því hversu vel gekk sé undirbúningurinn, gagnkvæmt traust og hrein og bein samskipti, en með þeim má sneiða hjá misskilningi og kergju. Undirbúningnum var þannig háttað að við töluðum hvor við annan og hlustuðum á væntingarnar sem hvor okkar hafði um verkefnið. Hvorugur hafði hins vegar fyrirfram ákveðnar væntingar um útkomuna. Við vildum láta tónlistina sjálfa leiða okkur að henni. En ég hafði svo sem hugmynd um hvað Orri gæti gert í hljóðveri og hann hafði líka góða hugmynd um hvers konar element í tónlist eru mér að skapi. Áður en við gerðum nokkurn skapaðan hlut höfðum við haldið nokkra fundi og gert samkomulag um eiginlega allt er varðaði þá vinnu sem væri í vændum.

 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]