Tilraunavefurinn
þriðjudagur, júní 30
  Hver er Víkarinn (önnur vísbending)?
Já, ef við staðsetjum Sigmar Guðmundsson einhversstaðar í Bolungavík gerum við það væntanlega í einu ákveðnu húsi. Ef við staðsetjum Víkarann sem hér er spurt um í öðru húsi, stendur það hús væntanlega tiltölulega nálægt húsinu þar sem við höfum staðsett Sigmar.

Já, iðnaðarmaður að mennt, eins og pabbi hans. Og það meira að segja sama iðnin.

Já, tengist ekki Jens Þór Sigga Viggós beint, en óbeint. Og hefur búið víðar á Vestfjörðum en í Bolungavík. Býr ekki lengur á Vestfjörðum.

Hann er elstur í litlum systkinahópi.

Skyldur Elísabetu og Imbu, Þorláki og Írisi Björk, en er svolítið eldri en þau.
 
mánudagur, júní 29
  Hver er Víkarinn?
Ég var í Víkinni á helginni og hitti marga Víkara. En það er ekki talið með.
Hins vegar fór ég í smáleiðangur í blíðunni í gær vestur í Holtsfjöru. Þar hitti ég Bolvíking. Um hann get ég spurt.

Vísbendingar:
Staðsetning í Víkinni er ekki langt frá þeim sem spurt var um hér á undan.
Iðnaðarmaður, alveg eins og pabbi hans.
Tengist Jens Þór Sigga Viggós ekki beint - en óbeint.

Hver er Víkarinn?
 
  Hver er Víkarinn?
„Komdu sæll, ég heiti Karl Hallgrímsson frá Bolungavík. Við erum fulltrúar Bolungavíkur í þessari veislu. En ég er einn fárra Bolvíkinga sem ekkert eru skyldir þér.“

Einhvernveginn svona heilsaði ég manni í veislunni sem ég var staddur í um daginn. Við stóðum þarna allt í einu saman í biðröð eða eitthvað álíka, og höfðum ekkert að segja hvor við annan. Ja, nema ég. Ég sagði þetta.

Ég man ekkert eftir honum hér í Bolungavík þegar hann var strákur. Enda hefur hann aldrei búið hér. En hann hefur örugglega komið hingað oft. Pabbi hans er héðan.

Hann er litlu eldri en ég. Ég man fyrst eftir honum þegar ég þóttist hafa ægilega mikinn áhuga á Morfís,- Mælsku- og rækræðukeppni framhaldsskólanna. Sennilega hef ég verið í 9. bekk. Fór þá í sal Menntaskólans við Sund og fylgdist með keppni MS og FG í rökræðum og mælsku. Þessum manni mæltist einkar vel. Áberandi í ræðu hans voru vísanir hans í hegðun dóttur hans. Það var ekki algegnt að maður heyrði 18, 19 ára mann ræða á þeim nótum.

Það má eiginlega segja að í dag, og raunar um margra ára skeið, hafi þessi bolvískt ættaði maður unnið við mælku- og rökræðulist. Bróðir hans var með honum í liði í þessari keppni. Hann var líka mælskur, en ekki líkt því eins mælksur og þessi. Sá sem ég spyr um hér var með þeim allra bestu í ræðumennsku framhaldsskólanna á þessum árum. Næstum eins góður og Helgi Hjörvar.

Gott, ef Hemmi Jóns var ekki með mér þarna á ræðukeppninni. En ég held að þeir séu örugglega frændur. Ég held að brúðguminn í þessari brúðkaupsveislu, en sá er ættaður af Skriðu, sé líka skyldur okkar Víkara.

Hver er Víkarinn?
 
föstudagur, júní 19
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Jæja, þetta er nú ekki svo erfitt. Eru bara ekki allir hættir að lesa þetta?

En sem sagt: Hún er dóttir bestu vinkonu ömmu Gunnu. Hann lék í hljómsveit í Bolungavík, ekki fyrir svo ofboðslega löngu.

Hvaða fólk er þetta?
 
miðvikudagur, júní 17
  Mont
Kalli á mandólín í lögum 4, 5 og 6
með Megasi og Senuþjófunum á Græna hattinum 3. júní 2009.
Upptaka spiluð á Rás 2 í dag.
Þessi tónleikar voru frábærir!
 
  Hver er Víkarinn?
Ég var að spila með Bleki og byttum í brúðkaupsveislu í gær. Og viti menn: Brúðguminn er af bolvískum ættum. Þarna voru fáeinir Bolvíkingar.

Spurt er um hjón.

n er föðursystir brúðgumans. Hún er líka frænka Fríðu Rúnars. Hjónin eiga þrjú börn sem öll bjuggu í Bolungavík einhvern hluta uppvaxtarins. Þau eru öll komin til manns.

Hann syngur og leikur á hljóðfæri. Ég man samt ekki eftir að hafa nokkurn tíma spilað með honum. Hvernig sem á því stendur. Ég hef samt oft heyrt hann spila. Mér skilst að hann semji lög og texta. Það hef ég þó ekki heyrt. Hann hefur leikið inn á plötu með hljómsveit. Hana hef ég heldur ekki heyrt.

Hver eru þau?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]