Tilraunavefurinn
mánudagur, ágúst 18
  Meira af ættarmótinu
Nokkrar myndir af ættarmótinu.

Hér eru þeir afkomendur Kellu ömmu minnar sem voru mættir á þetta mót.
Hérna er ég svo með systkinum mínum.
Og hér með Atla bróður, pabba og Mugga.

Þetta er svo hljómsveitin sem var stofnuð á mótinu. Muggi var náttúrulega forsöngvarinn, en svo voru stöku gestasöngvarar, eins og sjá má á þessari mynd.
 
sunnudagur, ágúst 17
  Fjölskyldan

Við vorum á niðjamóti í Miðfirðinum. Þar hittust afkomendur Jakobs og Matthildar frá Reykjafirði. Þetta er nú orðið margt fólk sem frá þeim er komið. Ekki mættu nú allir. En við systkinin mættum öll og allt okkar fólk. Hér er mynd af okkur sem var tekin áður en við lögðum af stað heim um hádegið í dag.

Ég þakka öllum sem þarna voru fyrir samveruna um helgina.
 
mánudagur, ágúst 11
  Aumingi
Lag sem ég tók þátt í semja fyrir mörgum árum er komið út á Netinu. Lagið er reyndar eftir Einar Viðars, en textann gerðum við í sameiningu, ég, hann og Claxton. Nú hafa þeir dustað af þessu rykið og gert nýja og endurbætta útgáfu fyrir Írska daga á Akranesi. Það er búið að breyta sumu í textanum og setja alveg nýtt beat í lagið. Mér finnst þessi útgáfa nú ekki til bóta. En það er kannski bara vegna þess að ég er ekkert með í þessari útgáfu. Mér finnst orginallinn skemmtilegri. Ég er reyndar hrifinn af því í þessari útgáfu þegar Ingi aumingi er látinn drepast áfengisdauða á þorrablóti og rústa ættarmóti með aumingjalegri hegðun og fylleríi. Það er mjög dæmigert fyrir þessa manngerð sem við vorum að lýsa í þessu kvæði.

Ég vissi ekki einu sinni af þessu fyrr en nýlega þegar mér var bent á að þetta væri geymt á Internetinu. Smellið á fyrirsögnina til að komast á rétta slóð. Hlustið endilega á þetta. Það hljóta að rigna inn aurarnir fyrir þetta von bráðar. Glætan!
Þetta er sem sagt Abbababb, greinilega ásamt Hallgrími Ólafssyni sem stundum skrifar komment hérna á síðuna..
 
laugardagur, ágúst 9
  Strákar sem orðnir eru menn
Síðasta veturinn sem ég vann við Grundaskóla á Akranesi kenndi ég, fyrir utan að kenna hinar ýmsu kennslugreinar í þeim árgangi sem við Gunnar samkennari minn höfðum umsjón með, dönsku í einum 8. bekk. Það voru bara strákar í þessum bekk og margir þeirra voru að æfa fótbolta. Þess vegna vaknaði hjá mér áhugi fyrir að rölta aðeins í brekkuna við aðalknattspyrnuvöllinn á Akureyri í gær. Þar voru strákar að keppa og ég þekkti að sjálfsögðu ÍA búninginn og gat mér þess til miðað við líkamsburði leikmannanna að þeir væru í 2. flokki. Þar gæti ég kannast við einhverja leikmenn úr liði ÍA. Við Hákon fórum og litum á þennan leik Þórs og ÍA í svona korter. Ég kannaðist við tvo stráka á vellinum. Hvorugur þeirra var nú úr þessum bekk en þeir voru í sama árgangi og mæður þeirra voru að vinna með mér. Aðra leikmenn kannaðist ég ekkert við. Í morgun fór ég svo í tölvuna og fann leikskýrslu frá 2. flokki ÍA og á henni þekkti ég flest nafnanna. Menn breytast talsvert frá því þegar þeir eru 14 ára þangað til þeir verða 18. Annars var spilamennska þessara drengja ekki góð þennan tíma úr fyrri hálfleiknum sem ég sá. Þórsarar voru mun sterkari. En mínir menn hjóta að hafa styrkst þegar leið á leikinn því leikurinn endaði víst 2-2.

Við Hákon brugðum okkur norður og til baka í gær. Ég til að skrifa undir kaupsamning vegna íbúðarinnar sem við vorum að festa kaup á og hitta mann sem vildi fá mig í vinnu fyrir norðan. Hann til að sjá sig um á Akureyri.
 
föstudagur, ágúst 8
  Nýjar myndir á myndasíðunni

Í Dýrafirði
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com

 
þriðjudagur, ágúst 5
  Tengja
Við færslu hér að neðan hafa ritað athugasemdir Óli bróðir og Bjarni Bassi.

Óli þessi er ekki bróðir minn, heldur er hann sonur hjónanna Jóns Skafta og Ernu Grétu sem fóstruðu mig á Akranesi þegar ég var þar í Fjölbrautaskólanum. Óli Þór Jónsson er Skagamaður sem starfar í Mývatnssveit. Óli Þór er tengdasonur Ísafjarðar og fyrrverandi rafvirkji hjá Pólnum. Jóa, konan hans, er eftir því því sem ég kemst næst, frænka Andésar málara sem ég er að vinna hjá þessar vikurnar. Óli Þór er líka svili Gumma Markúsar. Þá hafa einhverjir tengt.

Bjarni Bassi í Hollandi er örugglega Bjarni Skúli. Annar Skagamaður. Við mynduðum dúó eitt sumar fyrir vestan og lékum og sungum á pöbbum. Hann var í Víkinni nokkurn tíma og vann í fiski hjá Katli auk þess sem hann lék í hljómsveitum og tók þátt í uppfærslum Leikfélagsins. Nú er hann myndlistarmaður í Hollandi og merkir myndirnar með nafninu Baski. Bjarni Skúli er sonur hins víðfræga ballspilara Kalla Bjarna af Skaganum.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]