Tilraunavefurinn
föstudagur, júlí 21
  Boltablogg #3
Ég fór að æfa fótbolta þegar við bjuggum úti í Dk. Ég hafði ekkert verið í fótbolta þá í tvö og hálft ár. Þetta var svona liður í að hressa upp á sjálfan mig, mér var farið að leiðast svo að þekkja ekki fólkið í kringum mig. Þannig virkaði þetta nú mjög vel, það var strax bjartara yfir manni eftir að maður var farinn að kinka kolli til einhverra í bænum þegar maður skrapp út í Brugsen. En þetta var svona félag sem hafði heimili í Ny Nörup en með því spiluðu strákar frá Nörup, Vandel og Randböldal líka. Og svo komu einn og einn brottfluttur með. Liðið hafði fínan þjálfara, Benny. Hann var frá Vejle. Hann tók með sér einn kall sem hafði spilað sem atvinnumaður í Vejle þegar þeir gátu eitthvað og varð Danmerkurmeistari 79 og 83 held ég. Hann rak eigin lögmannsskrifstofu og var fremur upptekinn, en hann mætti stundum á æfingar og oftast í leiki A liðsins. Þetta var hann John sem spilaðí ýmist djúpt á miðjunni eða sem hafsent. Hann er besti fótboltamaður sem ég hef verið í liði með. Þó var hann fertugur þegar við spiluðum saman.

Hjá þessu félagi voru þrjú lið. Eitt sem lék í Seriu 3, annað í Seriu 5 og þriðja liðið í Seriu 6. Ég var í Seriu 5 liðinu, en spilaði líka einn leik með Seriu 6 liðinu og á tímabili var ég í Seriu 3 liðinu, en þá var ég stundum varamaður og bað að lokum um að þurfa ekki alltaf að fara í leiki með því liði, til að getað spilað heila leiki með lakara liðinu. Ég var nú bara í þessu til að hafa gaman af því. Það var nefnilega þannig að ef maður hafði leikið með því liði félagsins sem var best statt í deildunum, gat maður ekki leikið með öðru liði hjá félaginu í sömu umferð. Þannig var það líka að ef maður, einhverra hluta vegna, missti af leik hjá liðinu, þá mátti maður spila með lakara liði félagsins í sömu umferð. Þannig stóð á þessum eina leik hjá mér í Seriu 6.

Á sama tíma og ég fór að æfa fótbolta skipti ég um starf. Ég fór að vinna hörkuvinnu í kjötvinnslu og áður en margar vikur voru liðnar höfðu runnið af mér 8-10 kíló og ég var fljótur að komast í sæmilegt form. Ég var samt áfram seinn á mér. En ég náði ágætis tengslum við þessa stráka og gekk bara vel að ná upp fyrra formi eftir þetta langa hlé frá fótbolta. Og þetta var eiginlega það eina sem ég gerði fyrir sjálfan mig því ég var svo slæmur af sinaskeiðabólgu í höndunum að ég gat ómögulega spilað á hljóðfæri. Þannig að ég gat einbeitt mér nokkuð vel að þessu sprikli með fótboltaliðnu. Og þetta hálfa tímabil hjá mér þarna úti (svo flutti ég heim) er sennilega það besta sem ég náði að gera í fótbolta.
 
Ummæli:
Here are some links that I believe will be interested
 
I like it! Good job. Go on.
»
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]