Tilraunavefurinn
fimmtudagur, júlí 13
  Bílprófið og eftirminnileg ökuferð
Ég var að mála á bæ hér í sveit þar sem heimasætan var að ræða um ótta sinn við að aka í umferðinni í Reykjavík. Hún er 17 ára og er tiltölulega nýkomin með bílpróf. Þá fór ég að hugsa til þess tíma þegar ég var sjálfur nýkominn með bílpróf og um ökuprófið sjálft.

Ég lærði á bíl hjá Gunnari Halls heima í Bolungavík. Prófið tók ég á Ísafirði, inni í Firði, uppi á lofti í einhverri skemmu. Ég man ekki eftir öllum krökkunum sem tóku prófið á sama tíma og ég, en ég man þó að í þeim hópi var bekkjarsystir mín úr Víkinni, Helga Svandís og bekkjarbróðir minn úr 1. bekk í Menntaskólanum, Ragnar Torfi Jónasson. Þau voru alveg örugglega í þessum hópi. Prófdómarinn bað Helgu Svandísi að sýna sér hvar hún ætti heima. Það tók næstum því klukkutíma að prófa hana, því hún ók út í Vík og til baka. Svo eru það þeir sem mér finnst að hafi verið í þessum hópi, en ég man það ekki alveg fyrir víst. Það eru Heiða, systir Ingu Sólveigar og Jóns Steinars, Eygló, sem núna er konan hans Eyba, Hófý, konan hans Bensa Egils. Og svo finnst mér eins og það hafi verið einhverjar stelpur í hópnum sem voru sumarstarfsmenn í Íshúsinu, en voru að sunnan. Kannski Ragna Lilja hafa verið í hópnum, það gæti hafa verið. Þetta var 15. eða 16. júní árið 1990.

Fyrsta ökuferð mín um götur Reykjavíkur var skrautleg. Þá fór ég í sendiferð fyrir Mugga og Kiddý. Ég átti að sækja Erlu Sonju, dóttur þeirra, í afmæli í Grafarvogi. Þetta átti ekki að vera flókið, stuttur rúntur úr Efra-Breiðholti og yfir í Grafarvog, sem þá var nýtt hverfi. Strákurinn þeirra, Örn Elías, sem var á 14. ári, var sendur með mér, svo ég rataði örugglega. Þau áttu Lödu Samara og hún var ekki alveg í fullkomnu ásigkomulagi. Þessi ökuferð á sjálfsagt aldrei eftir að líða þeim systkinum úr minni, alla vega ekki Ödda. Hann hló svo mikið að vandræðunum sem ég kom mér í að hann átti orðið erfitt með að draga andann. Það var ekki til að hann vorkenndi frænda sínum eða skammaðist sín fyrir hann. Nei, hann sá bara að það var hægt að gleðjast yfir þessu.

Það væri krefjandi verkefni fyrir strákinn að túlka þessa ökuferð í tónverki. Það yrðu í því óvæntar þagnir, nokkuð um hik og taktskipti, sennilega tóntegundaskipti, einhverjir lúðrar og rammfalskir strengir til að túlka stressaða og pirraða vegfarendur og einhverjar miklar andstæður til að túlka öran hjartslátt sveitamannsins að vestan og kvíðann sem hann bar í brjósti á móti glaðværð og háði Breiðholtsvillingsins.
 
Ummæli:
Á þessum tíma hafði þér ekki órað fyrir því að litli frændi yrði einn helsti tónlistarmaður okkar Íslendinga. Eða hvað?
 
Nei, nei, en ég hálfpartinn vonaði að hann yrði hræðilegur bílstjóri. Svo ég gæti einhverntíma hlegið að honum.
 
Here are some links that I believe will be interested
 
Here are some links that I believe will be interested
 
I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»
 
Ef ég man rétt, þá var prófdómarinn eitthvað sketchy, Helga gæti örugglega elaboreitað... en hann var nú lítið í því að klappa mér blessaður, hins vegar hélt ég að hann ætlaði að klappa tveim vitleysíngum duglega á hausinn þegar þeir brjálsvínuðu fyrir framan mig í miðju prófinu. Ojæja. Lífið er gott...
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]